Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2022 12:05 Bíó kropp í verslun. Umbúðirnar segja þeim sem eru ekki reiprennandi í ensku margt um bragðtegundina. Vísir/Kjartan Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann. Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Áhugamenn um íslenskt mál eins og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emirítus í íslenski málfræði við Háskóla Íslands, ráku upp stór augu þegar þeir sáu umbúðir utan um svonefnt „Bíó kropp“ frá Nóa Síríus. Umbúðirnar eru á íslensku að öðru leyti en að bragðtegundin er kölluð „butter & salt“, smjör og salt á íslensku. Eiríkur skoraði á Nóa Síríus að breyta umbúðunum í Facebook-hópnum Málspjall á dögunum. Skömmu síðar greindi hann frá því að fyrirtækið hefði sett sig í samband við hann og beðist afsökunar á „klaufalegu málfari“. Bar það fyrir sig að kex sem væri notað í sælgætið kæmi til þess merkt á ensku og það hafi þótt passa vel við vöruna. „Við munum passa okkur betur á þessu í framtíðinni,“ hafði Eiríkur eftir skeytinu sem hann fékk. Eiríkur hafði rétt fyrir sér á endanum Ekkert kom þó fram um hvort að fyrirtækið ætlaði að bregðast við og breyta umbúðunum. Í ummælum í Facebook-hópnum sagðist Eiríkur telja ólíklegt að sú yrði raunin og að það væri slæmt. Eiríkur átti kollgátuna. Nói Síríus staðfestir í skriflegu svari til Vísi að ekki standi til að breyta umbúðunum. „Þessi vara er ein af sumarvörunum okkar í ár og var framleidd í takmörkuðu magni. Við erum búin að dreifa nánast öllu magninu í verslanir og náum við þar af leiðandi ekki að breyta umbúðunum að þessu sinni,“ segir í svarinu. Horft hafi verið til þess að tengja vöruna við bíó- og poppstemmningu. „Sú ákvörðun að vísa í heitið á kexinu Butter & salt var því hugsanlega ekki hugsuð alla leið,“ segir Nói Síríus ennfremur. Í annarri færslu eftir að Nói Síríus sendi svar sitt til Vísis út sem yfirlýsingu sagði Eiríkur svör fyrirtækisins lýsandi fyrir þau ómeðvituðu viðhorf gagnvart íslensku og ensku sem séu alltof rík í fólki. „En þetta mál sýnir að það skiptir máli að gera athugasemdir þegar okkur finnst íslenskan fara halloka fyrir ensku,“ skrifar hann.
Matur Íslenska á tækniöld Neytendur Sælgæti Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Viðskipti erlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira