Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, rúmum sjö árum frá því að slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015. Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri. Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri.
Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira