Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. maí 2022 06:39 Viktor Orban er forsætisráðherra Ungverjalands. Getty Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Rússar gerðu upprunalega innrás í Úkraínu úr öllum áttum en sókn þeirra að Kænugarði var stöðvuð. Nú leggja þeir mesta áherslu á að ná tökum á Donbas-hérað og suðurhluta Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bardagar í austurhluta Úkraínu gætu ráðið örlögum Úkraínu, samkvæmt Oleksandr Motuzyanyk, talsmanni Varnarmálaráðuneytis Úkraínu. Hann sagði í dag að þrýstingurinn á úkraínska hermenn hefði aldrei verið meiri en nú og ástandið í austri væri gífurlega erfitt. Úkraínumenn skutu niður rússneska orrustuþotu á dögunum en henni var flogið af fyrrverandi herforingja í rússneska flughernum. Sá hét Kanamat Botashev og dó þegar Su-25 þota hans var skotin niður yfir Luhansk á sunnudaginn. Alexei Navalní, einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hefur gagnrýnt þann síðarnefnda harðlega í morgun. Hann segir Pútín vera galinn og segir hann hafa vaðið út í heimskulegt stríð þar sem saklausu fólki, bæði frá Úkraínu og Rússlandi, sé slátrað. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir Rússa hyggjast styrkja tengslin við Kína enn frekar, þó hann sé enn opinn fyrir því að endurnýja samskiptin við Vesturlönd, sem hann sakar um að stunda áróður gegn Rússum. Lavrov segir stjórnvöld í Rússlandi nú vinna að því að finna áreiðanlega birgja til að versla við og að í framtíðinni muni þau aðeins reiða sig á „áreiðanleg“ ríki til að vera ekki háð Vesturlöndum. Hinn afar umdeildi forseti Fillippseyja, Rodrigo Duterte, hefur gagnrýnt Vladimir Pútín Rússlandsforseta fyrir að myrða almenna borgara í Úkraínu. „Ég drep glæpamenn, ég drep ekki börn og eldra fólk,“ sagði Duterte eftir að hafa viðurkennt að báðir hefðu leiðtogarnir verið kallaðir morðingjar. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu vegna stríðsins í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira