Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 23. maí 2022 16:30 Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar