Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins.
Sigmundur Davíð minnti á að Katrín hafi formlega lýst yfir stuðningi við aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu – NATO. „En styður þá hæstvirtur forsætisráðherra aðild Íslands að NATO?“ spurði Sigmundur. Með því styður Katrín stækkun NATO sem er í fyrsta skipti sem formaður Vinstri grænna gerir nokkuð í þá veru, enda yfirlýst stefna flokksins að vera á móti NATO og hernaðarbandalögum almennt.
Katrín sagði það rétt, hún styddi þá lýðræðislegu niðurstöðu sem þjóðþing Finnlands og Svíþjóðar hafa komist að varðandi það að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu.
„Og sem forsætisráðherra þá starfa ég samkvæmt samþykktri þjóðaröryggisstefnu þar sem kveðið er á um aðild Íslands að NATO. En mín hreyfing og ég, þar með talin, höfum ekki skipt um skoðun á þeirri aðild,“ segir Katrín Jakobsdóttir.