Útskrifast með tíu í meðaleinkunn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2022 15:54 Elín Anna Óskarsdóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík með 10 í meðaleinkunn. Slíkt er einsdæmi, mögulega á landsvísu. Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn. Elín var hógvær í samtali við fréttastofu en segir nám þó ávallt hafa legið vel fyrir sér. „Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og læra nýja hluti. Ég legg mig alltaf alla fram og geri mitt allra besta. Ef ég veit að ég hef gert mitt besta get ég verið sátt.“ segir Elín í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Elín segist læra heima um það bil á hverjum degi en reyni að læra sem mest í skólanum. „Það fer bara eftir því hvað það er mikið að gera, ég er ekki endilega með eitthvað sérstakt plan. Ég fer allavega ekki í próf án þess að vera sátt með vinnuframlagið.“ Setur pressu á sig ómeðvitað Milli lærdóms vann Elín í bókabúð en þó nokkur hluti námsins fór fram í fjarnámi sem Elín segir mögulega hafa leitt til þess að meiri tími fór í námið en ella. Elín var á náttúruvísindabraut og þótti skemmtilegast í efnafræði og líffræði. Þrátt fyrir framúrskarandi árangur verður stefnan ekki sett á geimvísindi eftir útskrift. „Nei, kannski ekki geimvísindi. Mér finnst margt koma til greina, ég var alltaf að stefna á eitthvað raunvísindatengt en ekki endilega núna. Ég er ekki alveg búin að ákveða mig en ég er á leiðinni í hönnunarlýðháskóla í Danmörku í haust þar sem ég verð á arkitektúrbraut. Þannig ég tek mér pásu núna til að ákveða hvað ég mun gera í framhaldinu.“ Elín Anna segist ekki endilega hafa búist við því að verða dúx skólans. Það var þó ekki mikil hætta á öðru með 10 í meðaleinkunn.Aðsend Elín Anna ber kennurunum og skólanum söguna mjög vel. „Þetta er lítill skóli og þjónustan persónuleg. Kennararnir eru frábærir og ég hef ekkert út á skólann að setja. Ég veit svo sem ekki af hverju mér gekk svona vel, ætli ég setji ekki svolítið mikla pressu á mig ómeðvitað.“ Hún segist ekki vita hvort það sé einsdæmi innan skólans að útskrifast með tíu í meðaleinkunn en Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, gat staðfest það í samtali við fréttastofu. „Jú þetta er einsdæmi. Við höfum þó verið að brautskrá nemendur með mjög háa meðaleinkunn. Það eru tvö ár síðan við útskrifuðum nemenda með um það bil 9,80. En nei, þetta hefur ekki gerst áður enda er þetta afbragðsnemandi. Hún Elín Anna vinnur allt mjög vel og skilar alltaf af sér meiru en hún er beðin um. Kafar dýpra í efnið en gerðar eru kröfur um á menntaskólastigi.“ Alls ekki létt próf Valgerður segir skólann ekki vera með of létt próf og hlær að þessari ályktun fréttamanns. „Nei, ég átti nú eiginlega von á svona spurningu. En eins og ég hef sagt að þegar hún Elín kemur í háskóla sjá menn að það er 100 prósent innistæða fyrir þessum árangri.“ Valgerður gagnrýnir þar að auki gamaldags hátt skólanna sem leggi gildrur fyrir nemendur. „Við leggjum mikla áherslu á það að kennarar og starfsmenn skólans eru hér til að aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga. Í dag snýst þetta miklu meira um aðferðarfræði, frekar en utanbókarlærdóm. Skólakerfið hefur í raun verið seglskúta í samanburði við vélskip atvinnulífsins og þjóðfélagsins.“ Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, hefur sterkar skoðanir á framsækni í námskerfinu. Félagslífinu fagnað Það sé þó ekki einungis góðum námsárangri gefinn gaumur í Fjölbrautarskólanum á Húsavík. „Við erum einnig að veita viðurkenningu fyrir góðan skólaþegn og það var ungur maður sem heitir Þorri Gunnarsson sem hlaut þá viðurkenningu. Þá viðurkenningu hljóta einstaklingar sem eru viljugir til verka og ábyrgðar í félagslífi skólans. Þannig við erum að einnig að veita viðurkenningar fyrir þátttöku í félagslífi, sem er mjög ánægjulegt þar sem að nýliðinn vetur er í raun sá fyrsti þar sem þessi árgangur upplifir eðlilegt skóla- og félagslíf.“ Valgerður tekur einnig fram að nýliðinn vetur hafi skólinn hafið kennslu í rafíþróttum, svo framsæknir eru starfshættirnir fyrir norðan. „Það er virkilega spennandi og krakkarnir sem komu úr grunnskólunum eru mjög spenntir fyrir því. Þá voru nemendur skólans jafnframt að keppa í rafíþróttum nú í vetur og það gekk mjög vel,“ sagði Valgerður að lokum. Skóla - og menntamál Norðurþing Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Elín var hógvær í samtali við fréttastofu en segir nám þó ávallt hafa legið vel fyrir sér. „Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og læra nýja hluti. Ég legg mig alltaf alla fram og geri mitt allra besta. Ef ég veit að ég hef gert mitt besta get ég verið sátt.“ segir Elín í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Elín segist læra heima um það bil á hverjum degi en reyni að læra sem mest í skólanum. „Það fer bara eftir því hvað það er mikið að gera, ég er ekki endilega með eitthvað sérstakt plan. Ég fer allavega ekki í próf án þess að vera sátt með vinnuframlagið.“ Setur pressu á sig ómeðvitað Milli lærdóms vann Elín í bókabúð en þó nokkur hluti námsins fór fram í fjarnámi sem Elín segir mögulega hafa leitt til þess að meiri tími fór í námið en ella. Elín var á náttúruvísindabraut og þótti skemmtilegast í efnafræði og líffræði. Þrátt fyrir framúrskarandi árangur verður stefnan ekki sett á geimvísindi eftir útskrift. „Nei, kannski ekki geimvísindi. Mér finnst margt koma til greina, ég var alltaf að stefna á eitthvað raunvísindatengt en ekki endilega núna. Ég er ekki alveg búin að ákveða mig en ég er á leiðinni í hönnunarlýðháskóla í Danmörku í haust þar sem ég verð á arkitektúrbraut. Þannig ég tek mér pásu núna til að ákveða hvað ég mun gera í framhaldinu.“ Elín Anna segist ekki endilega hafa búist við því að verða dúx skólans. Það var þó ekki mikil hætta á öðru með 10 í meðaleinkunn.Aðsend Elín Anna ber kennurunum og skólanum söguna mjög vel. „Þetta er lítill skóli og þjónustan persónuleg. Kennararnir eru frábærir og ég hef ekkert út á skólann að setja. Ég veit svo sem ekki af hverju mér gekk svona vel, ætli ég setji ekki svolítið mikla pressu á mig ómeðvitað.“ Hún segist ekki vita hvort það sé einsdæmi innan skólans að útskrifast með tíu í meðaleinkunn en Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, gat staðfest það í samtali við fréttastofu. „Jú þetta er einsdæmi. Við höfum þó verið að brautskrá nemendur með mjög háa meðaleinkunn. Það eru tvö ár síðan við útskrifuðum nemenda með um það bil 9,80. En nei, þetta hefur ekki gerst áður enda er þetta afbragðsnemandi. Hún Elín Anna vinnur allt mjög vel og skilar alltaf af sér meiru en hún er beðin um. Kafar dýpra í efnið en gerðar eru kröfur um á menntaskólastigi.“ Alls ekki létt próf Valgerður segir skólann ekki vera með of létt próf og hlær að þessari ályktun fréttamanns. „Nei, ég átti nú eiginlega von á svona spurningu. En eins og ég hef sagt að þegar hún Elín kemur í háskóla sjá menn að það er 100 prósent innistæða fyrir þessum árangri.“ Valgerður gagnrýnir þar að auki gamaldags hátt skólanna sem leggi gildrur fyrir nemendur. „Við leggjum mikla áherslu á það að kennarar og starfsmenn skólans eru hér til að aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga. Í dag snýst þetta miklu meira um aðferðarfræði, frekar en utanbókarlærdóm. Skólakerfið hefur í raun verið seglskúta í samanburði við vélskip atvinnulífsins og þjóðfélagsins.“ Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, hefur sterkar skoðanir á framsækni í námskerfinu. Félagslífinu fagnað Það sé þó ekki einungis góðum námsárangri gefinn gaumur í Fjölbrautarskólanum á Húsavík. „Við erum einnig að veita viðurkenningu fyrir góðan skólaþegn og það var ungur maður sem heitir Þorri Gunnarsson sem hlaut þá viðurkenningu. Þá viðurkenningu hljóta einstaklingar sem eru viljugir til verka og ábyrgðar í félagslífi skólans. Þannig við erum að einnig að veita viðurkenningar fyrir þátttöku í félagslífi, sem er mjög ánægjulegt þar sem að nýliðinn vetur er í raun sá fyrsti þar sem þessi árgangur upplifir eðlilegt skóla- og félagslíf.“ Valgerður tekur einnig fram að nýliðinn vetur hafi skólinn hafið kennslu í rafíþróttum, svo framsæknir eru starfshættirnir fyrir norðan. „Það er virkilega spennandi og krakkarnir sem komu úr grunnskólunum eru mjög spenntir fyrir því. Þá voru nemendur skólans jafnframt að keppa í rafíþróttum nú í vetur og það gekk mjög vel,“ sagði Valgerður að lokum.
Skóla - og menntamál Norðurþing Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira