Byrjum á rafrænu sjúkraskránni Steinunn Þórðardóttir skrifar 23. maí 2022 12:30 Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar