Byrjum á rafrænu sjúkraskránni Steinunn Þórðardóttir skrifar 23. maí 2022 12:30 Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun