Kristín Helgadóttir hjá KFC á Íslandi sem fer jafnframt með rekstur Pizza Hut hér á landi segir engar sérstakar skýringar á ákvörðuninni, rekstrarlegar eða aðrar.
„Við ákváðum bara að klára okkar leigusamning, ætluðum að ljúka okkar för þarna í Smáralindinni og fara eitthvað annað.“
Áfram verður rekinn veitingastaður undir merkjum Pizza Hut í Staðarbergi í Hafnarfirði og kanna stjórnendur nú þann möguleika að opna annars staðar.