Segir heiminn á vendipunkti Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2022 11:09 Vólódímír Selenskí er hann ávarpaði samkomuna í Davos í morgun. AP/Markus Schreiber) Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Hann kallaði eftir hertari refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna innrásarinnar og sagði að Rússar hefðu aldrei gert þessa nýjustu innrás ef þeim hefði verið refsað almennilega fyrir innlimun Krímskaga 2014. Þetta sagði forsetinn í ávarpi sínu til stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga á World Economic Forum í Davos í Sviss í morgun. „Þetta er stundin þar sem ákveðið er hvort heiminum sé stjórnað með valdi,“ sagði Selenskí. Hann sagði að ef Rússar myndu vinna, væri engin þörf fyrir samkomur eins og þá í Davos. Forsetinn sagði að Úkraínumenn hefðu þegar sýnt sögulega frammistöðu í vörnum þeirra gegn Rússum. „Við hlustuðum ekki á þá sem sögðu okkur að við gætum ekki varist í meira en tvo dag. Við höfum stöðvað rússneska herinn, sem var kallaður sá annar stærsti í heiminum,“ sagði Selenskí. Refsa átti Rússum 2014 Varðandi refsiaðgerðir gegn Rússlandi sagðist Selenskí þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínumenn hefðu fengið frá því innrásin hófst þann 24. febrúar. Hann hefði þó komið of seint. Hann velti upp þeirri spurningu hvort Rússar hefðu gert aðra innrás ef heimurinn hefði sýnt sama stuðning og sömu samstöðu strax árið 2014. „Ég er viss um að svarið sé nei.“ Meðal þess sem hann kallaði eftir, samkvæmt Guardian, er að ríki heims hætti alfarið að kaupa olíu af Rússum og allir rússneskir bankar verði einangraðir frá alþjóðabankakerfinu. Hann kallaði einnig eftir því að viðskiptum við Rússland yrði hætt yfir höfuð og sagði að öll fyrirtæki sem hættu viðskiptum þar væru velkomin í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Sjá meira
Vaktin: Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða óbreyttan borgara Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpaði í dag stjórnmála- og viðskiptaleiðtoga sem hafa safnast saman í Davos. Hinn fjögurra daga World Economic Forum hófst í morgun en þar má gera ráð fyrir að innrás Rússa í Úkraínu verði aðal málið á dagskrá. 23. maí 2022 06:53