Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 19:37 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar telur líklegt að hreyfing komist á meirihlutaviðræður í borginni á morgun eða strax eftir helgi. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent