Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Eiður Þór Árnason skrifar 19. maí 2022 14:59 Á Vífilsstöðum í Garðabæ er öldrunardeild fyrir 42 sjúklinga á þremur hæðum. Aðalbyggingin var tekin í notkun árið 1910. Vísir/Vilhelm Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðuneytið leiti nú leiða til að færa þá starfsemi sem ekki sé hluti af kjarnastarfsemi spítalans í hendur annarra. Starfsemin á Vífilsstöðum sé eitt að því sem komi þar sterklega til greina en málið er á borði ráðuneytisins. „Málið er ekki í okkar höndum en við bara vitum af því og höfum átt viðræður við heilbrigðisráðuneytið um að þessi starfsemi sé kannski efst á blaði þegar kemur að tilfærslu verkefna,“ segir Runólfur. Hann segist ekki þekkja hver staða málsins er á þessu stigi. Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.Vísir/Arnar Tilkynnti starfsmönnum fyrirætlanirnar í gær Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, tilkynnti starfsmönnum Vífilsstaða um fyrirætlanirnar í gær. Þrátt fyrir það segir Runólfur að engar nýjar vendingar séu í málinu. „Við vildum bara hafa vaðið fyrir neðan okkur og kynna þetta fyrir starfsfólkinu þannig að það væri upplýst og það kæmi ekki aftan að neinum.“ Stjórnendur bindi vonir við hægt verði að halda í starfsfólkið og nýta það í önnur verkefni innan spítalans. „Við á Landspítalanum höfum átt erfitt uppdráttar vegna óhóflegra verkefna í langan tíma og ég hef beitt mér fyrir því frá því að ég tók við að við verðum að finna lausn á þessu, vegna þess að það syrtir stöðugt í álinn. Við erum í stórfelldum vandræðum með að sinna bráðveikum sem til okkar leita alla daga, bæði vegna manneklu en líka aðstöðuleysis,“ bætir Runólfur við. Hann sér tækifæri í mögulegri tilfærslu Vífilsstaða og vonast eindregið til að halda starfsfólkinu þar svo hægt sé að nýta það annars staðar á spítalanum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Garðabær Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira