Með heimavinnu í meirihlutaviðræðum á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. maí 2022 11:44 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri vinna nú heimavinnu fyrir næsta fund þeirra, eftir að þeir ákváðu í gær að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Greint var frá því í eftir fund forsvarsmanna flokkanna fjögurra í gærkvöldi að svo mikill samhljómur hafi verið með áherslum fundarmanna í öllum helstu málum, að grundvöllur væri fyrir því að fara í formlegar meirihlutaviðræður. „Auðvitað þurfa allir að lúffa með eitthvað smá en það var afskaplega lítið sem var. Þetta lítur bara vel út,“ segir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Óákveðið er hvenær næsti fundur verður haldinn, en það verður að sögn Heimis Arnar á næstu dögum. Fulltrúar flokkanna hafi nú það verkefni að setja málefni niður á blað áður en fundað verður aftur. „Nú erum við með opin skjöl sem við erum að vinna í sameiginlega,“ segir Heimir Örn. Í tilkynningu sem flokkarnir fjóru sendu út í gær var vísað til þess að flokkarnir væru sammála um að leggja áherslu á „á farsæld barna, barnafjölskyldna, fólks í viðkvæmri stöðu og eldra fólks. Auk þess voru aðilar sammála um að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, mannréttindi og velferð íbúa, öflugt skólastarf sem og metnaðarfull og fagleg skipulagsmál“. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend Samanlagt geta þessir flokkar myndað sex fulltrúa meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar, þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. Engin eiginlegur meirihluti hefur verið í bæjarstjórn Akureyrar undanfarin tvö ár þar sem allir flokkar mynduðu eins konar samstjórn í september 2020. Það fyrirkomulag tók við af meirihluta L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar sem verið hafði við völd frá árinu 2014. Í nýafstöðnum bæjarstjórnarkosningum hlutu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur tvo fulltrúa hvor, Miðflokkurinn og Samfylkingin einn hvor.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54 Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Sjá meira
Hefja formlegar viðræður á Akureyri Fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Miðflokksins á Akureyri hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um myndun bæjarstjórnar. 18. maí 2022 22:54
Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. 18. maí 2022 10:58