Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. maí 2022 06:43 Úkraínskir hermenn í haldi Rússa í Maríuól. AP Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira