Lögmenn Depps saumuðu að Heard í vitnastúkunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 23:33 Amber Heard svaraði spurningum lögmanna Johnny Depp í dag. Brendan Smialowski/AP Réttarhöld í meiðyrðamáli bandaríska leikarans Johnny Depp á hendur fyrrverandi eiginkonu sinni, bandarísku leikkonunni Amber Heard, héldu áfram í dag. Þar var Heard borin þungum sökum af lögmannateymi Depps, meðal annars um að hafa barið hann og breytt ljósmyndum til að sýna fram á ofbeldi hans gegn henni. Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017. Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Heard bar vitni í málinu í dag, en spurningar lögmanna Depps sneru sérstaklega að rifrildi hjónanna fyrrverandi, sem á að hafa átt sér stað í Ástralíu árið 2015. Rifrildið hefur ítrekað verið til umræðu við réttarhöldin. Depp segir að Heard hafi skorið af fingurgómi hans með því að kasta í hann flösku, en Heard segir hins vegar að Depp hafi misnotað sig kynferðislega með flösku. Í dag spurðu lögmenn Depps hvers vegna Heard hefði ekki leitað sér læknisaðstoð, fyrst hún segist hafa orðið fyrir áverkum. „Þú ert sú sem réðst á mann með flösku í Ástralíu, er það ekki rétt?“ spurði Camille Vasquez, einn lögmanna Depps. Heard svaraði því til að hún „hefði aldrei nokkurn tímann ráðist á Johnny [Depp].“ Heard gekkst þó við því að hafa slegið til Depp, en ítrekaði að það hafi aðeins verið í sjálfsvörn eftir að hafa ekki varið sig fyrir meintum árásum Depps í fjölda ára. Dagbókarfærslur og hljóðupptökur til umræðu Lögmenn Depps sýndu kviðdómi í málinu þá dagbókarfærslur sem Heard hafði ritað, þar sem hún baðst afsökunar á að hafa „meitt“ Depp. Spurð út í færslurnar sagði Heard að mikilvægt væri að biðjast afsökunar þegar ljúka ætti rifrildum. Að sama skapi voru spilaðar hljóðupptökur af Heard þar sem hún heyrist segja við Depp að hún verði svo reið að hún „missi það,“ og að hún geti ekki lofað að hún muni ekki „beita ofbeldi.“ Þá spurðu lögmenn Depps út í ljósmyndir sem Heard segir að sýni áverka hennar, sem hafi verið til komnir eftir að Depp beitti hana ofbeldi. Lögmennirnir ýjuðu að því að hún hefði átt við myndirnar. „Er það satt að þú breyttir þessum myndum,“ spurði Vasquez. Heard svaraði því neitandi og sagðist aldrei hafa átt við neinar ljósmyndir. Spurðu út í fíkniefnanotkun Lögmenn Depps reyndu einnig að fá Heard til að tjá sig um fíkniefnanotkun sína og gera hana tortryggilega í augum kviðdómsins. Til þess notuðu þeir meðal annars dagskrá sem búin var til fyrir brúðkaup þeirra Heard og Depps. Þar var meðal annars á dagskrá „danspartý, eiturlyf og tónlist,“ en Heard hefur ítrekað lýst því að fíkniefnanotkun Depps hafi verið mikill streituvaldur í hjónabandi þeirra. „Þannig að, þú áttir upprunalega hugmyndina að því að taka eiturlyf á eyju eftir brúðkaupsæfingu með fíkniefnaskrímslinu sem þú varst að fara að giftast?“ spurði lögmaður Depps. Heard svaraði því til að um hafi verið að ræða uppkast að dagskrá, en viðurkenndi þó að til hafi staðið að bjóða upp á kannabis. Þá viðurkenndi hún einnig að hafa neytt fíkniefna í brúðkaupinu. Segja Heard eiga Depp hlutverk að þakka Fyrr í réttarhöldunum, sem staðið hafa yfir síðan í síðasta mánuði, hefur Heard lýst því að Depp hafi reynt að stjórna ferli hennar meðan þau voru saman. Hann hafi ekki viljað að hún tæki að sér hlutverk og að stundum hafi hann orðið afar afbrýðisamur út í mótleikara hennar. Lögmenn Depps hafa hins vegar reynt að mála upp þá mynd að Heard hafi verið afbrýðisami aðilinn í hjónabandinu. Þá hélt Vasquez því fram að það væri Depp að þakka að Heard fékk hlutverk í kvikmyndinni Aquaman. „Nei frk. Vasquez. Ég fékk það hlutverk með því að fara í áheyrnarprufu,“ svaraði Heard. Málaferli Depps gegn Heard má rekja til greinar sem sú síðarnefnda birti í Washington Post, þar sem hún sagðist vera fórnarlamb ofbeldis í nánu sambandi. Hún nafngreindi Depp ekki í greininni. Depp hefur farið fram á 50 milljónir Bandaríkjadala vegna greinarinnar. Heard hefur þá höfðað gagnsök á hendur Depp og farið fram á tvöfalt hærri upphæð úr hendi hans. Depp, sem er 58 ára, og Heard, sem er 38 ára, voru gift á árunum 2015 til 2017.
Bandaríkin Hollywood Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira