Dóra bjartsýn á framhaldið nú þegar allir ræða við alla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 18:54 Dóra Björt er oddviti Pírata í Reykjavík. Flokkurinn bætti við sig manni í borgarstjórn og gengur til meirihlutaviðræðna í samfloti við Samfylkingu og Viðreisn. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist hafa rætt við Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknarflokksins í dag. Hún segir samskipti flokkanna í Reykjavík ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
„Einar kíkti til mín í kaffi og við ræddum nú ýmislegt, meðal annars sameiginlega reynslu af fæðingum. Þannig að þetta var persónulegt og pólitískt í dag, bara mjög notalegt,“ sagði Dóra í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dóra segir málin í borginni ekki komin á það stig að hægt sé að tala um formlegar viðræður. „[Einar] er auðvitað að tala við alla, sömuleiðis við hin. Þannig að við erum bara öll að heyrast, það er staðan eins og hún er núna,“ segir Dóra. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna í Reykjavík, fékk fjóra fulltrúa inn í borgarstjórn eftir að hafa ekki átt neinn á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn tapaði þegar upp var staðið tveimur mönnum, en Píratar voru eini meirihlutaflokkurinn sem bætti við sig manni. Fór úr tveimur í þrjá. Dóra segist telja að búið verði að mynda meirihluta fyrir 6. júní, sem er sá dagur þar sem nýr meirihluti á að taka við. „Ég held að við hljótum öll að finna til ábyrgðar í þessu. Við verðum auðvitað að hafa hraðar hendur og bregðast við, vegna þess að þetta er krafan. Ég vonast auðvitað til þess að línur fari að skýrast, bara á næstu dögum.“ Ættu að geta leyst helstu álitamál Aðspurð hvort hún sjái í fljótu bragði einhver sérstök málefni sem standi í vegi fyrir samstarfi, til að mynda við Framsóknarflokkinn, segir Dóra ekki svo vera. „Ég held að við séum öll lausnamiðuð og ættum að geta fundið út úr þeim álitaefnum sem fyrir okkur verða, en það er auðvitað samhljómur í ýmsum málum. Ég hef nefnt barnvænt samfélag og svo framvegis, ég held að við getum fundið út úr hinum hlutunum. Það eru skipulagsmálin og svoleiðis. [Einar] hefur auðvitað talað jákvætt um Borgarlínu, sem er mjög mikilvægt málefni fyrir okkur hin. Þannig að ég held að þetta sé allt eitthvað sem við getum leyst,“ segir Dóra. Í fyrradag tilkynntu oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar að flokkarnir þrír hygðust ganga saman til meirihlutaviðræðna. Þessir þrír flokkar mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili, ásamt Vinstri grænum, sem hafa gefið það út að þau muni ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum. Haldi samstaða flokkanna þriggja eru kostir Framsóknarflokksins til meirihlutamyndunar mun færri en ella. Píratar eru þá annar tveggja flokka sem hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hinn flokkurinn eru Sósíalistar, sem hafa einnig útilokað samstarf við Viðreisn. Ef Framsókn myndaði meirihluta með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn væri um að ræða þrettán fulltrúa meirihluta, en tólf er sá lágmarksfjöldi borgarfulltrúa sem þarf til að mynda meirihluta í 23 fulltrúa borgarstjórn. Dóra segir allt of snemmt að fullyrða um hvort mögulegar meirihlutaviðræður muni stranda á embættum, svo sem um hver eigi að verða borgarstjóri eða forseti borgarstjórnar. Aðspurð hvort hún sé bjartsýn á að sitja í meirihluta næstu fjögur árin segir Dóra: „Ég er náttúrulega bjartsýn að eðlisfari, þannig að ég ætla að leyfa mér að vera það áfram.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira