Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 06:00 Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Egill Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira