Spá öflugum hagvexti og allt að sex prósent stýrivöxtum í lok árs Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2022 06:00 Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Vísir/Egill Greining Íslandsbanka spáir 5,0% hagvexti á þessu ári sem yrði hraðasti vöxtur frá árinu 2016. Gert er ráð fyrir 2,7% vexti á næsta ári og 2,6% árið 2024. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina. Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Íslandsbanka en óvissa um hagþróunina er sögð tengjast bæði framvindu stríðsins í Úkraínu og endatafli Covid-19 faraldursins. Að mati Greiningar Íslandsbanka er nú útlit fyrir hraðan bata í ferðaþjónustu hér á landi og bjartsýni sögð ríkja innan greinarinnar vegna komandi sumars og hausts. Því er spáð að 1,5 til 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári, svipaður fjöldi og var hér um miðjan síðasta áratug. Á næsta ári er gert ráð fyrir 1,9 milljónum ferðamönnum, 2,1 milljón árið 2024 og hægari fjölgun ferðamanna eftir það. Miklar verðhækkanir hafa sést á fasteignamarkaði á seinustu árum. vísir/vilhelm Engar vísbendingar um að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði minnki Samkvæmt Þjóðhagsspánni eru horfur á því að fjárfesting atvinnuvega vaxi áfram nokkuð myndarlega á yfirstandandi ári og íbúðafjárfesting taki einnig við sér á ný eftir samdrátt í fyrra. Því er spáð að fjárfesting vaxi í heild um rúm 7% í ár, innan við 1% á næsta ári og tæp 3% árið 2024. Enn eru engin merki þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði fari dvínandi að sögn Íslandsbanka en bæði er meðalsölutími íbúða í sögulegu lágmarki um þessar mundir og töluverður fjöldi íbúða að seljast yfir ásettu verði. Íbúðaverð er nú mjög hátt í sögulegu samhengi en fram kemur í Þjóðhagsspánni að íbúðaverð hafi þegar hækkað um 8% að nafnvirði fyrstu fjóra mánuði þessa árs. „Við teljum forsendur fyrir því að íbúðaverð haldi áfram að hækka á næstu mánuðum en með auknu framboði nýrra íbúða og dvínandi eftirspurn muni hægja á hækkunartaktinum þegar líða tekur á árið.“ Greining Íslandsbanka spáir því að íbúðaverð hækki um 13% að raunvirði á þessu ári og 1% á því næsta. Það standi svo í stað að raunvirði árið 2024 þegar jafnvægi verður komið á markaðinn. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í byrjun maí og standa þeir nú í 3,75 prósent.Vísir/Vilhelm Stýrivextir nái fimm til sex prósentum Fram kemur í Þjóðhagsspánni að fjölmargir greiningaraðilar hafi vanspáð verðbólgunni að undanförnu og ljóst að hún sé talsvert þrálátari en spár gerðu áður ráð fyrir. Greining Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir að draga muni úr verðbólgunni fyrr en um mitt næsta ár. Spáð er 7,6% verðbólgu í ár, 5,9% á næsta ári og 3,9% árið 2024. Þrátt fyrir mikla verðbólgu eru rauntímavextir enn neikvæðir. Í Þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir því að stýrivextir hækki áfram allhratt og nái hámarki á bilinu 5 til 6% í lok þessa árs. Að því gefnu að þá sé farið að draga úr verðbólgu og eftirspurnarþrýstingi í hagkerfinu er áætlað að vöxtum verði haldið óbreyttum fram eftir árinu 2023 en vextirnir taki að lækka að nýju á seinni helmingi þessa árs. Greining Íslandsbanka spáir því að við taki hægfara lækkunarferli í átt að jafnvægisraunvöxtum sem líklega séu á bilinu 1 til 1,5%. Stýrivextir gætu því verið í grennd við 4,5% undir lok ársins 2024 en þó ríki mikil óvissa um þróunina.
Íslenskir bankar Íslenska krónan Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira