Sér ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. maí 2022 12:14 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir lögreglu vera meðvitaða um að forðast kynþáttamörkun í sínum störfum. Vísir/Egill Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir að það sé óþolandi að saklaus ungur drengur skyldi hafa orðið fyrir ítrekuðu áreiti af hálfu lögreglu eingöngu vegna uppruna og kynþáttar. Á sama tíma sjái hún ekki hvað lögreglan hefði getað gert öðruvísi því hún hafi verið að leita að hættulegum manni en verið var að leita að gæsluvarðhaldsfanga sem flúði úr héraðsdómi. Lögreglan hefur nýlokið stefnumótun en upp úr henni spruttu einkunnarorðin: Að vernda og virða. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hélt opinn fund í morgun með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Ólafi Erni Bragasyni, forstöðumanni Mennta-og starfsþróunarseturs lögreglumanna. Óskað var eftir fundinum vegna atviks í apríl þegar lögreglan hafði tvívegis afskipti af ungum dreng vegna húðlitar en hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir fundinum og spurði Sigríði hvort atvikið gæti flokkast sem kynþáttamörkun eða það sem nefnist á ensku „Racial profiling“.Sigríður svaraði því til að það hefði ekki verið lögreglan sem hefði valið þá sem afskipti voru höfð af heldur hafi hún verið aðf ylgja eftir ábendingum frá almenningi. Því geti hún ekki skrifað upp á að þetta tilvik sé dæmi um kynþáttamörkun en lögreglan sé þó vakandi fyrir slíku í sínum störfum. Hún segir að misskilningur hafi verið í fjölmiðlaumfjöllun af málinu.„Þeir áttu aldrei samskipti við drenginn, ræddu aldrei við hann. Þeir eru einmitt þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki maðurinn sem verið var að leita að. Þeir gengu í fyrra tilvikinu út í enda á strætisvagni, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög „trámatískt“ fyrir drenginn,“ segir Sigríður.Lögreglan sé þjónustustofnun og hún þurfi að gera betur í að hlusta á samfélagið. Lögreglan hafi nýlokið stefnumótun en upp úr henni hafi sprottið ný einkunnarorð: Að vernda og virða.„Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu jafnvel þótt lögreglan hafi verið að sinna sínu starfi, ég er algjörlega sammála því og við þurfum að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að vinna með það þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki þá eru fleiri tilvik sem munu koma upp í framtíðinni,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Kynþáttafordómar Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48 Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hélt opinn fund í morgun með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Ólafi Erni Bragasyni, forstöðumanni Mennta-og starfsþróunarseturs lögreglumanna. Óskað var eftir fundinum vegna atviks í apríl þegar lögreglan hafði tvívegis afskipti af ungum dreng vegna húðlitar en hann hafði sér ekkert til sakar unnið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði eftir fundinum og spurði Sigríði hvort atvikið gæti flokkast sem kynþáttamörkun eða það sem nefnist á ensku „Racial profiling“.Sigríður svaraði því til að það hefði ekki verið lögreglan sem hefði valið þá sem afskipti voru höfð af heldur hafi hún verið aðf ylgja eftir ábendingum frá almenningi. Því geti hún ekki skrifað upp á að þetta tilvik sé dæmi um kynþáttamörkun en lögreglan sé þó vakandi fyrir slíku í sínum störfum. Hún segir að misskilningur hafi verið í fjölmiðlaumfjöllun af málinu.„Þeir áttu aldrei samskipti við drenginn, ræddu aldrei við hann. Þeir eru einmitt þjálfaðir í að bera kennsl á fólk sem þýðir að þeir sáu alveg um leið að þetta var ekki maðurinn sem verið var að leita að. Þeir gengu í fyrra tilvikinu út í enda á strætisvagni, sneru við og fóru út. Þetta er engu að síður mjög „trámatískt“ fyrir drenginn,“ segir Sigríður.Lögreglan sé þjónustustofnun og hún þurfi að gera betur í að hlusta á samfélagið. Lögreglan hafi nýlokið stefnumótun en upp úr henni hafi sprottið ný einkunnarorð: Að vernda og virða.„Það er raunverulega óþolandi að það skuli vera saklaust ungmenni sem þarna á í hlut sem verður fyrir þessari „trámatísku“ reynslu jafnvel þótt lögreglan hafi verið að sinna sínu starfi, ég er algjörlega sammála því og við þurfum að reyna að finna einhverjar leiðir til þess að vinna með það þó ég sjái ekki hvernig við hefðum getað gert þetta öðruvísi í þessu tilviki þá eru fleiri tilvik sem munu koma upp í framtíðinni,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Kynþáttafordómar Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48 Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18 Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Sérsveitin hafði afskipti af dreng sem reyndist óvopnaður Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni barst lögreglu. Sá reyndist ekki aðeins vopnlaus með öllu heldur einnig undir átján ára aldri. 30. apríl 2022 14:48
Umboðsmaður barna blandar sér í afskipti lögreglu af unglingspiltinum Umboðsmaður barna hefur óskað eftir fundi með ríkislögreglustjóra til þess að ræða afskipti lögreglu af sextán ára dreng við leitina að strokufanga í síðuðustu viku. 25. apríl 2022 20:18
Lögregla hafi ekki átt annarra kosta völ: „Við erum að leita að hættulegum manni“ Ríkislögreglustjóri segist ekki geta útilokað fordóma í lögreglunni en telur lögreglu ekki hafa sýnt fram á rasisma í tengslum við leitina að strokufanga. Hún segir lögreglu ekki hafa val um að fylgja eftir ábendingum í leit að eftirlýstum manni og að viðbrögð lögreglu hafi verið rétt. Henni þyki leitt að ungur maður hafi dregist inn í málið og að verið sé að ræða hvernig bæta megi aðgerðir í framhaldinu. 21. apríl 2022 20:00