Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:41 Frá opnun skrifstofu NeckCare í Winston Salem í Norður Karólínu. Aðsend Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare. Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare.
Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira