Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2022 23:22 Lögreglumaður kemur fyrir mynd af John Cheng sem fórnaði lífi sínu til að stöðva byssumanninn í kirkjunni í Laguna Woods. AP/Jae C. Hong Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46