Kjósið úr sófanum Halldór Friðrik Þorsteinsson skrifar 16. maí 2022 15:01 Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum reis fjöldi sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins upp úr sófanum. Þeim ofbauð að heyra fréttir um fjárfestingar Arion banka í sílíkonverksmiðjurekstri sem hafði kostað sjóðinn mikla fjármuni. Eitt af því sem sjóðfélagar kröfðust var að kosningar yrðu rafrænar til þess að raunverulegt sjóðfélagalýðræði fengi þrifist, þvert á bankaræðið sem verið hafði allsráðandi. Nú er þetta baráttumál loksins í höfn og sjóðfélagar geta kosið rafrænt í stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins næstu daga, fyrir aðalfundinn sem verður mánudaginn 23ja maí. Hvers vegna að kjósa? Ílífeyrissjóðnum eru tugir þúsunda einstaklinga og sjálfsagt spyrja sumir sig hvort þetta skipti einhverju? Jú, þátttaka sjóðfélaga og aðhald að stjórn skiptir svo sannarlega máli, enda veldur hver á heldur. Árangur lífeyrissjóða er mismunandi góður og ef árangur lífeyrissjóðs reynist lakari ár eftir ár, miðað við sambærilega sjóði, þá verður minni lífeyrir til skiptanna og fólk kemst mögulega síðar á eftirlaun en það ætlaði sér. Þannig eru hagsmunir sjóðfélaga miklir og þeir eiga lýðræðislegan rétt á að láta sig málefni eigin lífeyrissjóðs varða. Endurnýjun er nauðsynleg Ég fagna því sérstaklega að sjá tvö ný framboð hæfra einstaklinga til stjórnar Frjálsa lífeyrissjóðsins, þeirra Yngva Harðarsonar og Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur. Það er þörf á endurnýjun í stjórn sjóðsins og rödd sjóðfélaga þarf að vera sterkari. Ég hvet því alla sjóðfélaga Frjálsa lífeyrissjóðsins til að nýta kosningaréttinn. Hægt er að kjósa beint úr sófanum með því að smella á hlekkinn. Það gæti skilað sér í hærri lífeyri þegar fram í sækir. Höfundur er sjóðfélagi og fyrrum stjórnarmaður í Frjálsa lífeyrissjóðnum.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar