Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. maí 2022 11:54 Einar Þorsteinsson telur stöðuna enn galopna og vill ræða við oddvita allra flokka. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi. Samkvæmt því hafa möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta minnkað verulega þar sem bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað við þá samstarf. Samfylking eða Viðreisn með Flokki fólksins væru því nauðsynleg púsl. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar sagði þó í Íslandi í dag í gær að samstarf Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri ólíklegt. „Þessi stóru mál sem nutu svona mikils fylgis hefur Sjálfstæðisflokknum ekki lánast að ná samstöðu um, ekki einu sinni í eigin hópi. Þannig mér líst þannig á að þau þurfi kannski að byrja á því áður en þau fara að vinna með öðrum,“ sagði Dagur í gærkvöldi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingar hefur ekki beinlínis útlilokað samstarf við neinn flokk.vísir/Vilhelm Viðreisn hefur ekki útilokað samstarf til hægri en eins og staðan er nú virðist raunhæfast að viðræður byrji hjá bandalaginu - eða flokkunum sem eftir standa af meirihlutanum og Framsókn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar telur stöðuna þó galopna og útilokar ekkert. „Ég held að það sé bara mjög mikilvægt að oddvitar allra flokka nálgist þessi samtöl með opnum huga. Ég skil vel að þau vilji halda sér saman. Þau hafa unnið saman undanfarin ár og verkefnið er að mynda nýjan meirihluta.“ Hann og Dagur ætli að hittast og ræða málin yfir kaffibolla og eins vilji hann heyra í öllum öðrum. Formlegar viðræður hefjist þó ekki í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita heyri ég og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar. Samfylking, Viðreisn og Píratar ætla að fylgjast að í viðræðum en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, útlokar þó ekki samstarf til hægri.vísir/Vilhelm Hann bendir á að meirihlutinn hafi fallið og telur kjósendur vilja breytingar. „Það kallar bæði á breytingu á stefnu borgarinnar í mörgum málum en líka hvað varðar pólitíska forystu.“ Í viðræðum leggi Framsókn meðal annars áherslu á breytingu á stefnu í húsnæðismálum, málefnum barna, Sundabraut og breytt vinnubrögð með aukinni samvinnu í borgarstjórn. Hann segist ekki gera kröfu um stól borgarstjóra en er þó áhugasamur. „Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim,“ segir Einar. „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira