Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 15:26 Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn og segir blaðamanni Vísis það að hann muni ekki finna einn einasta stjórnmálamann sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Vísir/Arnar Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík. Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Víst er að margir sjá á eftir Pawel úr borgarstjórn. Félagi hans í Viðreisn, þingmaðurinn Sigmar Guðmundsson, segir: „Ég hef ekki enn hitt þann mann sem heldur því fram að borgarstjórn Reykjavíkur væri betri án Pawels. Andstæðingar Viðreisnar halda því ekki einu sinni fram enda nýtur hann virðingar þvert á flokka.“ Þó Pawel reyni ekki að breiða yfir það að niðurstaða kosninganna séu vonbrigði, þá sé þetta ekki svartnætti og dauði. Hann hafi náð kjöri sem 1. varaborgarfulltrúi. Hann muni starfa fyrir Reykvíkinga sem varaborgarfulltrúi og á honum að heyra að í mörg horn sé að líta. „Við erum þakklát fyrir þessi 3111 atkvæði sem við í Viðreisn fengum og munum nýta það umboð til góðra verka. Það er heil austurstúka á Laugardalsvellinum sem valdi okkur umfram tíu önnur framboð. Það er mikið af fólki þótt súlan sé lág. Við munum ekki bregðast því trausti heldur freista þess að taka þátt í að mynda starfhæfan meirihluta.“ Markaðssetning Framsóknar betri Í ljósi þess að Viðreisn, sem hefur talað fyrir skynsamlegri nálgun á hinum ýmsu úrlausnarefnum og því að stór hluti kjósenda telur sig landslausa, hefur flokknum ekki tekist að ná vopnum sínum. Pawel er spurður hvar hnífurinn standi í kúnni með það en hann svarar því svo til að tími fyrir þá sjálfsskoðun muni eflaust koma. „Gengi Framsóknar sýnir alla vega að flokkar sem staðsetja sig á miðju og höfða til öfgaleysis hafa sannarlega tækifæri. Mitt mat er að Framsókn hafi í þetta skipti tekist að markaðssetja þá hugmynd betur en okkur tókst til.“ En var það ekki einfaldlega svo að Framsókn tókst vel upp með að höfða til afstöðu- og skoðanaleysis landsmanna? Eins og ef til vill má lesa í nánast mæðulegt slagorð flokksins: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn? „Ég veit ekki hvort ég vilji afgreiða árangur pólitískra andstæðing með þeim hætti. Stefna Framsóknar varðand Borgarlínu var til dæmis skýrari en stefna XD. Við fundum það sterkt seinast að ákveðinn hópur fólks er alltaf til í að gefa "nýjum framboðum" tækifæri. Það fólk vildi gefa Framsókn tækifæri nú,“ segir Pawel. Mætti sleppa verkefnisstjórunum Vert er að nýta tækifærið og spyrja Pawel, sem nú hefur setið í borgarstjórn í fjögur ár, hvað honum sýnist um vinnuna í Ráðhúsi Reykjavíkur, er hún óskilvirk? „Ég vil taka það fram að heilt yfir hefur mér fundist samstarfið í meirihlutanum ganga mjög vel. Hvað varðar hluti sem gera mætti betur fara þá finnst að stjórnsýslan mætti einsetja sér meiri teymisvinnu. Það er að búa til teymis sem vinna að verkefnum, leysa þau og fara í næsta, frekar en að ráða verkefnastjóra sem fást aðeins við afmarkað verkefni.“ Pawel segir að það verkefni sem nú sé handan horns sé að vinna að því að Viðreisn komist í meirihluta í Reykjavík.
Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira