Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2022 15:30 Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Náðu manninum úr sjónum Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira