Fjóla og Bragi bæjarstjórar í Árborg? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2022 15:30 Sjálfstæðismenn í Árborg hafa náð völdum sínum á ný því þeir náðu hreinum meirihluta með sex menn í bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum. Oddviti Samfylkingarinnar segir aldrei gott að hafa hreinan meirihluta. Oddviti Miðflokksins segir gott að fá frí frá pólitíkinni og geta sinnt börnum sínum meira. Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Það er ljóst að það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aftur náð meirihluta í bæjarstjórn en flokkurinn hefur verið í minnihluta síðustu fjögur ár. „Það eru ákveðin vonbrigði að það sé einn flokkur í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu, það hræðir mig. Það er slæmt að hafa hreinan meirihluta, það er ekki gott að vinna inn í svona bergmálshelli, það er nauðsynlegt að fleiri komi að ákvarðanatökum,“ segir Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar og bætir við; „Ég bind vonir við að oddviti sjálfstæðismanna eins og hann hefur sagt að það eigi allir að vinna saman, ég hlakka til að sjá áherslurnar og hvernig hann ætlar að taka alla með.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður bæjarráðs, Tómas Ellert Tómasson kveður nú sveitarstjórnarmálin því hans flokkur, Miðflokkurinn náði ekki manni inn. „Þetta eru fyrst og fremst vonbrigði fyrir okkur og mig persónulega en ég óska nýrri bæjarstjórn til hamingju með kjörið og vonandi gengur þeim vel í verkefnunum, sem þau takast á við. Ég er hins vegar mjög ánægður fyrir hönd barnanna minna að þessum kafla sé lokið en auðvitað er ég ekkert allt of hress þennan morguninn,“ segir Tómas Ellert. Tómas Ellert Tómasson, oddviti Miðflokksins, sem hverfur nú af sviði sveitarstjórnarmála í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi Bjarnason, nýr oddviti sjálfstæðismanna og hans fólk eru ótvíræðir sigurvegarar kosninganna, náðu sex mönnum inn í nýja bæjarstjórn og þar með hreinum meirihluta en bæjarfulltrúum verður nú fjölgað úr níu í ellefu. Rætt hefur verið um að Fjóla Kristinsdóttir, sem var í öðru sætinu verður bæjarstjóri fyrstu tvö árin og Bragi Bjarnason, oddviti flokksins tvö árin þar á eftir. Ekkert hefur þó verið ákveðið endanlega í því sambandi. „Maður er auðmjúkur og þakklátur að íbúar Árborgar treysti okkur á D listanum fyrir þessu krefjandi verkefni, sem er fram undan. Við viljum vinna með hinum flokkunum að framtíð sveitarfélagsins. Við vinnum miklu betur saman og þá náum við meiri árangri,“ segir Bragi. Bragi Bjarnason, oddviti D-listans hafði ástæðu til að brosa í morgun enda kampakátur með árangur flokksins í kosningnum í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verða miklar breytingar í Ráðhúsi Árborgar þegar meirihluti D-listans tekur þar við völdum eftir tvær vikur eða svo.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira