Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 08:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, skjóta saman nefjum í sjónvarpssal í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu). Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Hlutfall kvenna í borgarstjórn jókst verulega eftir síðustu borgarstjórnarkosningar árið 2018. Þá náðu fimmtán konur kjöri sem borgarfulltrúar en átta karlar. Konur voru þannig 65,2% borgarfulltrúa. Þær höfðu verið sjö af fimmtán fulltrúum kjörtímabilið 2014-2018, 46,7% fulltrúa. Vegna veikinda Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hafa konurnar verið sextán í borgarstjórn en Jórunn Pála Jónasdóttir hefur leyst hann af frá því í fyrra. Eftir kosningarnar í gær verða konur 56,6% borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í nýrri borgarstjórn með sex fulltrúa en kynjahlutföll eru jöfn á meðal borgarfulltrúa hans. Þær Hildur Björnsdóttir og Ragna Alda María Vilhjálmsdóttir skipuðu tvö efstu sæti framboðslistan en auk þeirra náði Marta Guðjónsdóttir kjöri. Hjá Samfylkingunni eru tveir af fimm borgarfulltrúum konur, þær Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf. Tveir af fjórum borgarfulltrúum Framsóknar eru konur, þær Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Tveir af þremur fulltrúum Pírata eru konur, oddvitinn Dóra Björt Guðjónsdóttir og Alexandra Briem sem hefur verið forseti borgarstjórnar. Annar tveggja borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins er Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einu borgarfulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna eru konur, þær Kolbrún Baldursdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Líf Magneudóttir. Af öðrum stærstu sveitarfélögum landsins eru konur í meirihluta í Kópavogi (sjö af ellefu bæjarfulltrúum), Reykjanesbæ (sjö af ellefu), Garðabæ (sex af ellefu) og Mosfellsbæ (sjö af ellefu).
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. 15. maí 2022 06:39