Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Árni Sæberg skrifar 15. maí 2022 01:58 Einar Þorsteinsson er sigurvegari borgarstjórnarkosninga dagsins, ef marka má fyrstu tölur. Vísir/Vilhelm Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, var í sjöunda himni þegar hann ávarpaði viðastadda á kosningavöku Framsóknar í Kolaportinu. „Krakkar, við erum að ná ótrúlegum árangri í Reykjavík,“ sagði hann. Ávarp Einars má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast en miðað við fyrstu tölur fær Framsóknarflokkurinn 18 prósent atkvæða og fjóra menn í borgarstjórn á komandi kjörtímabili. Í kosningum árið 2018 fékk flokkurinn engan mann kjörinn. Flokkurinn hefur aldrei fengið stærri hluta greiddra atkvæða í Reykjavík. „Er ekki kominn tími á breytingar? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Hann segir hugmyndafræði Framsóknar vera að vinna saman að stórum verkefnum og leysa þau. „Á næsta kjörtímabili þurfum við að ráðast verkefni þar sem enginn leysir neitt einn,“ segir Einar. „Borgarbúar vita að Framtíðin ræðst á miðjunni, borgarbúar vita að það það erum við í Framsókn sem stöndum fyrir jákvæðum breytingum. Við erum jákvæður flokkur sem er tilbúinn í verkefnið,“ segir Einar. Framsókn fagnaði í Kolaportinu.vísir/vilhelm Einar átti í erfiðleikum með að finna orð til að lýsa hamingju sinni með fyrstu tölur. „Við byrjuðum með ekkert í höndunum nema góðan árangur í alþingiskosningum. Hver hefði trúað því að við stæðum hér með fjóra menn,“ sagði hann. Þá sagði hann það hafa verið ótrúlega dýrmæta lexíu að hafa ferðast víða um borgina og rætt við borgarbúa. „Ég er alveg sannfærður um það að þessi flokkur geti gert gott fyrir Reykvíkinga, og það er það sem skiptir máli,“ segir hann. Að lokum þakkaði Einar eiginkonu sinni, Millu Ósk Magnúsdóttur, kærlega fyrir veittan stuðning en þau eignuðust sitt fyrsta barn saman á dögunum. „Án hennar væri ég ekki hér í þessari kosningabaráttu af þessum krafti,“ sagði Einar. We are the champions öskursungið í Kolaportinu Einar átti ekki til orð þegar fréttamaður okkar náði tali af honum eftir að lokatölur voru lesnar upp. Ráðherrarnir Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason trufluðu viðtalið með háværum söng. Lagið sem varð fyrir valinu var auðvitað lag Queen, We are the champions. Einar fékk orðið aftur og sagði að Framsóknarmenn muni skemmta sér vel í Kolaportinu í nótt. Hann ætlar að melta niðurstöðuna í nótt áður en hann ákveður hvern hann hringir í fyrst í fyrramálið. En hvort hallast hann frekar til hægri eða vinstri? „Við erum bara beint áfram,“ segir Einar. Viðtal við Einar má sjá í heild sinni hér að neðan: Lilja líka mjög ánægð „Ég er mjög sátt. Ég er líka ótrúlega stolt af fólkinu okkar út um allt land, þau eru búin að leggja allt í þessa baráttu, og þau eru svo sannarlega að vinna að samvinnuhugsjóninni, og við sjáum sigra út um allt. Ég meina, sigurinn í Mosfellsbæ, stórkostlegur. Við erum að bæta við okkur út um allt land,“ segir Lilja Alfreðsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún segir að fyrstu tölur komi sér ekki á óvart eftir að hún hitti frambjóðendur flokksins. Flokkurinn búi yfir gríðarlega hæfileikaríku fólki um allt land.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira