Sonurinn aðeins spillt fyrir nætursvefninum Eiður Þór Árnason skrifar 14. maí 2022 23:14 Einar segir að besta partýið verði hjá Framsóknarflokknum í nótt. Vísir Það er útlit fyrir ánægjulega nótt hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík ef marka má kannanir síðustu daga. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, segist þó reyna að halda sér á jörðinni þar sem kannanir hafi aldrei komið neinum inn í borgarstjórn. Nú þurfi þau að sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum. „Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“ Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
„Þú ert að grípa mig á þessu erfiðasta tímabili þar sem maður er að bíða eftir tölunum og ég skal bara viðurkenna að þetta er erfið bið. Kannanir hafa verið dálítið misvísandi, við höfum verið allt frá 11,4 upp í sautján komma eitthvað þannig að ég held mér alveg niðri á jörðinni. Sama hvað gerist, ef við fáum tvo, þrjá menn þá er það bara stórsigur og frábær árangur. Allt umfram það er náttúrulega bara einhvers konar kraftaverk,“ sagði hann þegar Kristín Ólafsdóttir fréttamaður ræddi við hann í kosningavöku Framsóknar sem fram fer í Kolaportinu. Nýfæddi sonurinn spillt svefni en einnig veitt orku Einar viðurkennir fúslega að hann sé orðinn þreyttur eftir viðburðaríka kosningabaráttu en þetta hafi óneitanlega verið ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir þennan fyrrverandi fjölmiðlamann. „Maður fer bara og byrjar að hlaupa, hitta fólk, fara á fundi, fara í viðtöl og það er ótrúlega skemmtilegt og rosa mikil orka sem maður fær út úr því þrátt fyrir að það taki mikinn tíma. Svo er ég líka með einn sex vikna gamlan dreng heima sem hefur kannski aðeins spillt fyrir nætursvefninum en hann er líka alveg rosa mikill orkubolti og gefur manni mikla ró og orku, þannig að þetta hefur svona jafnast út líklega.“ Einar segist ekki vera búinn að ákveða hver fær fyrsta símtalið frá honum í fyrramálið ef Framsókn kemst í lykilstöðu í borginni. „Við þurfum bara að sjá hvaða styrk Framsókn hefur til að tala við flokkana og aðalatriði er náttúrulega að sjá hvort meirihlutinn heldur eða ekki, það er bara lykilatriði. Ef hann fellur þá opnast einhver staða. Við höfum séð það að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt það að það væri eðlilegast að þessir flokkar töluðu saman fyrst ef meirihlutinn heldur og við erum bara að sjá hvað gerist.“ Tilbúinn að leiða breytingar í borginni Einar segist ekki endilega stefna á það að verða borgarstjóri en hann sé tilbúinn að taka að sé öll þau verkefni sem sér eru falin. „Við fórum með þessa spurningu inn í þessar kosningar, hvort það væri ekki kominn tími til að breyta í Reykjavík, knýja fram breytingar. Miðað við meðbyrinn í könnunum þá er augljóst ákall frá borgarbúum um breytingar og ég er tilbúinn að leiða þær breytingar. En ég veit að það gerir enginn neitt einn. Maður gerir þetta alltaf í samvinnu við aðra og við sjáum bara hvernig þetta fer,“ segir Einar sem sér fram á heldur annasamt og spennandi kvöld. Eitt megi þó treysta á: „Hér verður líklega besta partýið. Við erum að koma úr þremur prósentum með engan borgarfulltrúa og náum einhverjum inn og þetta verður bara ótrúlega skemmtilegt hjá okkur í kvöld hérna í Kolaportinu.“
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira