Hvetur fólk til að kjósa með innsæinu Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 14:55 Dóra Björt á kjörstað í dag. Vísir/Bebbý Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Pírata í borginni, segir kosningabaráttuna hafa verið skemmtilega og einstakan tíma í sínu lífi. Hún eignaðist barn fyrir tveimur vikum. Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hún mætti á kjörstað í Ráðhúsinu um klukkan hálf þrjú í dag og var barnið með í fyrsta göngutúr þess. „Dagurinn leggst mjög vel í mig. Þetta er spennandi dagur. Það er alltaf hátíðlegt að mæta á kjörstað og taka þátt í lýðræðinu,“ sagði Dóra Björt í samtali við fréttastofu. Píratar hafa komið vel út í skoðanakönnunum og Dóra Björt segir það mjög ánægjulegt að finna fyrir þessum meðbyr. Það skipti þó máli að fólk mæti og kjósi. „Ef þú mætir ekki á kjörstað, þá mun einhver annar kjósa og velja fyrir þig,“ sagði hún og hvatti fólk til að kjósa með innsæinu. Spurð út í það hvað gerist ef meirihlutinn falli og hverjum Píratar séu tilbúnir til að starfa með, sagði Dóra Björt flokkinn tilbúinn til að starfa með öllum þeim sem væru tilbúnir til að vinna að baráttumálum Pírata. Eitt þeirra helsta baráttumál væri að berjast gegn spillingu. „Við getum bara unnið með þeim sem eru trúverðugir í því samhengi og því höfum við útilokað Sjálfstæðisflokkinn, einn flokka í rauninni,“ sagði Dóra Björt. „Öðrum getum við örugglega fundið einhvern samflöt með.“ Reynist Píratar sigurvegarar þessa kosninga sagðist Dóra Björt tilbúin til að axla þá ábyrgð að taka að sér embætti borgarstjóra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Píratar Tengdar fréttir Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00 Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12 Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57 Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Kosningavaktin 2022: Íslendingar ganga að kjörborðinu Kosningar til sveitarstjórna fara fram í sveitarfélögum landsins í dag. Kjörstaðir verðar opnaðir klukkan níu og verður flestum lokað klukkan 22. Fréttastofa fylgist grannt með gangi mála alla helgina. 14. maí 2022 07:00
Býst við fyrstu tölum í Reykjavík á miðnætti Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir að kjörsókn í morgun hafi verið meiri en á sama tíma í kosningunum fyrir fjórum árum. 14. maí 2022 13:12
Mikilvægt að fella meirihlutann Ómar Már Jónsson, oddviti Miðflokksins í borginni, segir flokkinn á mikilli siglingu og vonast til þess að hægt verði að fella meirihlutann. Hann segir mikilvægt að setja væntingar, óskir og þarfir íbúa í fyrsta sæti. 14. maí 2022 11:57
Kolbrún segir drauminn að komast í meirihluta Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Flokks fólksins, segir það vera drauminn að Flokkur fólksins nái inn tveimur borgarfulltrúum og komist í meirihlutasamstarf. 14. maí 2022 11:57