Vaktin: „Hjálpið Úkraínu, Mariupol. Hjálpið Azovstal strax“ Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2022 08:48 Kalush Orchestra gengu inn í höllina veifandi úkraínska fánanum í kvöld. Jens Büttner/Getty Rússar eru taldir hafa tekið þá ákvörðun að hörfa alfarið frá Kharkiv í norðurhluta Úkraínu. Það er eftir umfangsmiklar og vel heppnaðar gagnárásir Úkraínumanna á svæðinu. Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Hersveitir Rússa hafa á síðustu dögum að mestu hörfað undan Úkraínumönnum án þess að berjast við þá, samkvæmt greiningu hugveitunnar Institute for the study of war. Úkraínumenn munu líklega reyna að koma aftan að sveitu Rússa í Izyum og skera á birgðalínur þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Úkraínu eru byrjaðar að sækja að birgðalínum rússneskra hermanna í Izyum í Donbas-héraði. Það er eftir að Rússar hörfuðu frá borginni Kharkiv, þar sem Úkraínumenn hafa gert stífar gagnárásir að undanförnu. Rússar eru taldir hafa gefið Kharkiv upp á bátinn og ákveðið að flytja sveitir sínar þar til Donbas-héraðs. Sögusagnir um að Vladimír Pútín sé alvarlega veikur og jafnvel dauðvona verða sífellt háværari. Yfirmaður leyniþjónustu Úkraínuhers tók undir þær í gær. Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, sagði einnig að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Ráðamenn í Rússlandi segja að sæki Finnar og Svíar um aðilda að Atlantshafsbandalaginu muni spenna á svæðinu aukast til muna. Rússar hafa stöðvað alla rafmagnsflutninga til Finnlands. Sérfræðingar ISW segja að Pútín muni líklega reyna að innlima héröð í Suður- og Austur-Úkraínu á næstu misserum og í kjölfarið lýsa því yfir að tilraunir Úkraínumanna til að frelsa þau héröð væru árásir á sjálft Rússland og gætu verið tilefni til notkunnar svokallaðra taktískra kjarnorkuvopna.
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent