Hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:10 Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun