Hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:10 Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar