Á kjörskrá í Norðurþingi eru 2.256. Níu bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn.
Sjálfstæðisflokkur, VG og Samfylkingin og óháðir mynduðu fimm fulltrúa meirihluta að loknum kosningunum árið 2018.
Svona fóru kosningarnar:
- B-listi Framsóknar og félagshyggju: 31,6% með þrjá fulltrúa
- D-listi Sjálfstæðisflokksins: 23,9% með tvo fulltrúa
- M-listi Lista samfélagsins: 14,6% með einn fulltrúa
- S-listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks: 13% með einn fulltrúa
- V-listi Vinstri grænna og óháðra: 16,9% með tvo fulltrúa
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Hjálmar Bogi Hafliðason (B)
- Soffía Gísladóttir (B)
- Eiður Pétursson (B)
- Hafrún Olgeirsdóttir (D)
- Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)
- Áki Hauksson (M)
- Benóný Valur Jakobsson (S)
- Aldey Unnar Traustadóttir (V)
- Ingibjörg Benediktsdóttir (V)
