Dagbjartur keppir fyrir Mississippi State háskólann og vann spjótkastkeppnina á Southeastern Conference svæðismótinu.
Dagbjartur kastaði lengst 76,39 metra og vann nokkuð öruggan sigur, og hefur þar með unnið mótið bæði árin sín í Bandaríkjunum.
Baldvin keppti fyrir Eastern Michigan háskólann í Mid-American mótinu og kom fyrstur í mark í 10.000 metra hlaupi á 30:14,23 mínútum, eða rúmum þremur sekúndum á undan næsta keppanda.
Stærsta frjálsíþróttamót ársins í bandarísku háskólalífi er svo NCAA-mótið í Eugene í Oregon sem fram fer 8.-11. júní.