Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist vonast eftir að friður náist sem fyrst. Innrás Rússa hófst í febrúar og sér ekki fyrir endann á. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. „Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira