Fullur stuðningur við aðild Finna og Svía Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 13:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segist vonast eftir að friður náist sem fyrst. Innrás Rússa hófst í febrúar og sér ekki fyrir endann á. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra býður Finna og Svía velkomna í Atlantshafsbandalagið. Finnar eru komnir lengra í ferlinu og ljóst að þeir muni leggja fram umsókn. „Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Ísland mun styðja það. Í mínum huga er alveg ljóst að þetta er þeirra sjálfsákvörðunarréttur og ég skil mjög vel þau sjónarmið. Það er ríkur vilji því þau finna fyrir raunverulegri ógn. Þetta mun auka öryggi á svæðinu og getu Atlantshafsbandalagsins til að verjast enda er það varnarbandalag,“ segir Þórdís Kolbrún. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni hvað varðar NATO. Hann hefur varað Finna og Svía við inngöngu. „Rússlandi stendur engin ógn af Atlantshafsbandalaginu sem er varnarbandalag. Ákvarðarnir annarra ríkja og þeirra sjálfsákvörðunarréttur, sem þau hafa fullan rétt á að taka, er ekki málefni sem að Rússar eiga að hafa sérstaka skoðun á og hvað þá að brjóta alþjóðalög og ráðast inn í lönd vegna slíkra ákvarðana. En Rússar vinna ekki alltaf þannig. En það skýrir líka að miklu leyti þessa breyttu sýn, upplifun, skoðun og ákvörðun, Finna í þessu tilfelli og líklega Svía í kjölfarið.“ Ráðherra segir allt eðlilegt friðelskandi fólk eðli máls samkvæmt vonast eftir að friður náist. „Ég skil vel ef úkraínska þjóðin er ekki tilbúin að afsala sér hluta af sínu landi og telji einhvern veginn að þar með sé málinu lokið. Því miður sjáum við ekki skýr merki um að þetta sé að lagast. Því gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa fullvalda sjálfstæðri þjóð að verjast ríki sem er að brjóta alþjóðlög og fremja mikil voðaverk í þeirra landi.“ Engin leið sé að rýna í þróun mála næstu daga, vikur, mánuði eða ár. „Þetta er algjörlega ömurlegt enn þá. Það eru engin skýr merki um að þetta sé að fara að lagast. Áhrifin svo augljós á fæðuöryggi og öryggisógn annarra ríkja líka, sem segja það fullum fetum, og vita, að ef Úkraína tapar - hvað gerist þá? Hvaða ríki eru þá? Hvar sem þau síðan eru. Því miður erum við ekki að sjá fyrir endann á þessu og því skiptir miklu máli að taka réttar ákvarðanir.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira