Slökkvum á iPodinum í Reykjavík Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 13. maí 2022 09:21 Ég er 22 ára gömul, og þekki ekkert annað en að Reykjavík sé stjórnað af Degi B. Eggertssyni og félögum. Borgarstjórinn hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Þegar hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2002 var ég nýhætt á bleyju, og Apple hafði nýverið kynnt iPodinn til sögunnar. Tilkynnt var á dögunum að Apple ætlaði að hætta framleiðslu á spilaranum vinsæla eftir tuttugu ára framleiðslusögu. Allt hefur víst sinn tíma. Það gildir um stjórnmálafólk, rétt eins og raftæki sem einu sinni þóttu nýmóðins. Öfluga konu í borgina Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ung og öflug þriggja barna móðir sem þekkir raunveruleika ungs fólks í borginni á eigin skinni. Hún þekkir brasið sem fylgir því að vera með leikskólabörn í Reykjavík, og man eftir því hindrunarhlaupi sem húsnæðismarkaðurinn er fyrir fyrstu kaupendur. Fyrir okkur unga fólkið er mikilvægt að eiga fyrirmyndir. Fólk sem ryður brautinu og gefur okkur beinharðar sannanir fyrir því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hildur stendur svo sannarlega undir því. Hún er tilbúin að taka við keflinu. Ekki síður er mikilvægt að þeir – oft á tíðum miðaldra karlar – sem fyrir eru á fleti þekki sinn vitjunartíma. Sagan af iPodinum er ágætis áminning um það. Framtíð verður einhvern tíma fortíð. Það er hollt að breyta reglulega til. Hleypa nýjum og ferskum andlitum að. Nú er tíminn kominn í Reykjavík. Valið er skýrt Borgarstjóra má gefa að hann hefur sýnt fádæma klókindi við að halda völdum. Honum hefur ítrekað tekist að snúa tapaðri stöðu sér í hag og kippt inn nýjum samstarfsflokkum eftir hentugleika. Kosningarnar nú á laugardaginn snúast um nákvæmlega þetta. Valið er skýrt á laugardag. Sjálfstæðisflokkinn – og glæsilega unga, öfluga konu - eða enn eina útgáfuna af því sama. Höfundur er háskólanemi og skipar 34. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Birta Karen Tryggvadóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er 22 ára gömul, og þekki ekkert annað en að Reykjavík sé stjórnað af Degi B. Eggertssyni og félögum. Borgarstjórinn hefur verið í áhrifastöðu í borginni – með örstuttum hléum – í tuttugu ár. Þegar hann tók fyrst sæti sem aðalmaður í borgarstjórn árið 2002 var ég nýhætt á bleyju, og Apple hafði nýverið kynnt iPodinn til sögunnar. Tilkynnt var á dögunum að Apple ætlaði að hætta framleiðslu á spilaranum vinsæla eftir tuttugu ára framleiðslusögu. Allt hefur víst sinn tíma. Það gildir um stjórnmálafólk, rétt eins og raftæki sem einu sinni þóttu nýmóðins. Öfluga konu í borgina Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ung og öflug þriggja barna móðir sem þekkir raunveruleika ungs fólks í borginni á eigin skinni. Hún þekkir brasið sem fylgir því að vera með leikskólabörn í Reykjavík, og man eftir því hindrunarhlaupi sem húsnæðismarkaðurinn er fyrir fyrstu kaupendur. Fyrir okkur unga fólkið er mikilvægt að eiga fyrirmyndir. Fólk sem ryður brautinu og gefur okkur beinharðar sannanir fyrir því að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hildur stendur svo sannarlega undir því. Hún er tilbúin að taka við keflinu. Ekki síður er mikilvægt að þeir – oft á tíðum miðaldra karlar – sem fyrir eru á fleti þekki sinn vitjunartíma. Sagan af iPodinum er ágætis áminning um það. Framtíð verður einhvern tíma fortíð. Það er hollt að breyta reglulega til. Hleypa nýjum og ferskum andlitum að. Nú er tíminn kominn í Reykjavík. Valið er skýrt Borgarstjóra má gefa að hann hefur sýnt fádæma klókindi við að halda völdum. Honum hefur ítrekað tekist að snúa tapaðri stöðu sér í hag og kippt inn nýjum samstarfsflokkum eftir hentugleika. Kosningarnar nú á laugardaginn snúast um nákvæmlega þetta. Valið er skýrt á laugardag. Sjálfstæðisflokkinn – og glæsilega unga, öfluga konu - eða enn eina útgáfuna af því sama. Höfundur er háskólanemi og skipar 34. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun