Flokkur fólksins setur Sundabraut í forgang Eyjólfur Ármannsson skrifar 13. maí 2022 11:31 Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Sundabraut Samgöngur Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð. Sundabraut er eitt af forgangsmálum flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík og framkvæmdir verða að hefjast sem allra fyrst. Borgarstjóri og endalausar tafir Gerð Sundabrautar hefur tafist allt of lengi. Hún hefur verið á teikniborðinu í áratugi og hefur ítrekað verið til umræðu í aðdraganda borgarstjórnarkosninga sem mikilvæg framkvæmd fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Undir stjórn núverandi meirihluta hefur verið holur hljómur í atfylgi borgarstjórnar við Sundabraut. Ástæða er til að óttast að um sé að ræða sýndarstuðning og að vísvitandi tafir tengist aðför borgarstjórnarmeirihlutans að bílnotendum. Undarleg stefna það í samgöngumálum og nokkuð sem borgarbúar upplifa daglega í umferðinni, sitjandi drjúga dagstund í bílalestum til og frá vinnu. Sundabraut var fyrst sett fram árið 1975 og kom fyrst inn á aðalskipulag Reykjavíkur árið 1984, en vegna flokkspólitískra deilna í Reykjavík var verkefninu sífellt frestað. Upphafleg lega Sundabrautar var útilokuð með skipulagsbreytingum er land við Gelgjutanga var nýtt undir íbúðauppbyggingu. Það var mjög miður, enda snertir framkvæmdin ekki aðeins hagsmuni borgarbúa, heldur allra landsmanna. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur komist alltof lengi upp með að taka ekki ákvörðun hvort Reykjavíkurborg vilji að reist verði Sundabrú eða lögð Sundagöng. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það þrátt fyrir alla umræðuna og skýrslurnar. Lágmark er væri ef borgarstjóri svaraði því fyrir borgarstjórnarkosningarnar hvor hann vilji Sundabrú eða Sundagöng eða hvort hann sé bara að þykjast enn einu sinni. Sundabraut skiptir miklu fyrir íbúa Reykjavíkur Sundabraut myndi auðvelda mjög daglegar samgöngur í Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Mosfellsbæ og gera umferð um Vesturlandsveg úr þessum hverfum mun greiðfærari. Á þessu svæði búa tugir þúsunda og ferðast flestir daglega um Vesturlandsveg. Lagning Sundabrautar er ekki einkamál Reykjavíkurborgar og varðar hagsmuni íbúa landsbyggðarinnar miklu. Sundabraut myndi stytta svo um munar aksturtíma á milli norðvesturhluta landsins og höfuðborgarinnar. Sundabraut er eðlilegt framhald Hvalfjarðarganga og hefði mikil áhrif á tengingu Vesturlands við höfuðborgarsvæðið. Sundabraut myndi til dæmis styrkja verulega stöðu Akraness sem hluta af atvinnusvæði höfuðborgarinnar. Þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin Sundabraut er þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á í dag. Sundabraut styttir akstur til höfuðborgarinnar líklega um hálftíma. Ef 6.000 manns ækju Sundabraut á dag sparaði það 3.000 vinnustundir á dag, sem er gríðarlegur sparnaður. Nýjasta skýrslan, félagshagfræðigreining, sýnir að Sundabraut muni fela í sér 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir útfærslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og mengun og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuðborgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnkað um 150 þús. km á hverjum sólarhring við opnun Sundabrautar. Vegagerðin áætlar að Sundabraut myndi draga úr akstri um sem nemur 60 milljónum kílómetra árlega. Styttri ferðatími skilar þjóðarbúinu verulegum ábata. Sundabraut eykur einnig öryggi. Ef hamfarir eiga sér stað þurfa íbúar á höfuðborgarsvæðinu að eiga greiða leið út úr borginni. Mikilvægt er að flóttaleiðir frá höfuðborgarsvæðinu séu nógu margar, og greiðfærar. Sundabraut dregur úr mengun með styttri ferðatíma og minni útblæstri bifreiða og yrði til mikilla bóta í loftslagsmálum. Vegagerðinni metur innri vexti framkvæmdarinnar 10–12%. Til samanburðar er almennt talið að verkefni séu fýsileg ef innri vextir eru yfir 3,5%. Sundabraut er því þjóðhagslega hagkvæmasta vegaframkvæmdin sem völ er á. Sundabrú mun hagkvæmari en Sundagögn Í maí 2020 skipaði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra starfshóp til greiningar á valkostum við þverun Kleppsvíkur. Niðurstöðurnar eru skýrar. Sundabrú er mun hagkvæmari valkostur en Sundagöng. Sundabrú er um 14 milljörðum kr. ódýrari í framkvæmd en Sundagöng. Heildarkostnaður við Sundabraut frá Sæbraut að Kjalarnesi með Sundabrú yfir Kleppsvík yrði um 69 milljarðar kr. en með Sundagöngum um 83 milljarðar kr. Umferð yrði 20% minni um Sundagöng en Sundabrú. Báðir valkostir voru metnir með tilliti til áhrifa á hafnarstarfsemi en hvorugur var talinn líklegur til að raska hafnarstarfsemi verulega. Komið er að ákvörðunartöku um Sundabrú eða Sundagöng. Reykjavíkurborg virðist á móti byggingu Sundabrúar og hefur árum saman að tafið málið. Ákvörðun um Sundabrú eða Sundagöng? Ef Sundabraut á einhvern tímann að komast á framkvæmdastig verður að taka ákvörðun um hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Þrátt fyrir ótrúlegar tafir á gerð Sundabrautar, sem skrifast á borgarstjórn, er þetta ákvörðun sem ríkisvaldið verður að taka á endanum, eitt eða í samráð við borgarstjórn. Flokkur fólksins hefur á Alþingi lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi álykti að feli innviðaráðherra að beita sér fyrir því að öllum undirbúningi við gerð Sundabrautar, með brú milli Kleppsvíkur og Gufuness, verði hraðað eftir fremsta megni og framkvæmdir hafnar hið fyrsta og eigi síðar en fyrir árslok 2023. Framkvæmdum verði lokið fyrir árslok 2027 eða fyrr. Lagning Sundabrautar verði forgangsverkefni í samgöngubótum í landinu. Gríðarlega mikilvægt er að Reykjavíkurborg taki af skarið um byggingu Sundabrúar og flýti allri skipulagsvinnu við Sundabrú svo að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Ekki er hægt að undirbúa þessa mikilvægu samgönguframkvæmd ef ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort Sundabraut verði Sundabrú eða Sundagöng. Til að svo megi verða er mikilvægt að kjósa Flokk fólksins til borgarstjórnar á laugardag. Kjósum xF á kjördag. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar