DÓTTUR til forystu í Reykjavík Katrín Tanja Davíðsdóttir skrifar 13. maí 2022 06:01 Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur. Mér hefur alltaf þótt ég heppin með hversu margar íslenskar konur hafa rutt mína braut - og það hefur alltaf verið mitt hjartans mál að leggja mig alla fram við að gera slíkt hið sama fyrir komandi kynslóðir. Þá er ekki síður mikilvægt að styðja við aðrar konur á sömu braut! Borgarstjórnarkosningar fara fram í Reykjavík á laugardaginn, og borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna er sannkölluð „dóttir”. Ung og kraftmikil kona sem upplifað hefur tímana tvenna þrátt fyrir ungan aldur. Reynslumikil á atvinnumarkaði og í lífinu sjálfu. Barátta hennar og sigur á erfiðum veikindum hefur orðið mörgum innblástur og sýnt að þegar á hana reynir þá mætir hún orrustunni. Hildur er, rétt eins og dæturnar í crossfit heiminum, mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar og efnilega konur. Hún hefur á skömmum tíma orðið öflugur talsmaður borgarbúa og eftirtektarverð stjórnmálakona. Hildur er svo sannarlega tilbúin, og hvað gæti veitt meiri innblástur en að sjá unga og glæsilega konu fá það tækifæri sem hún gerir tilkall til. Ég þekki sjálf mikilvægi öflugra fyrirmynda fyrir ungar konur. Saman sýnum við hver annarri hvað er hægt! Ef ein okkar getur eitthvað - afhverju ættum við hinar ekki að geta það líka?! Stjórnmál snúast auðvitað um strauma og stefnur. Hildur Björnsdóttir er með sínar stefnur á hreinu og hjartað á réttum stað. Stjórnmál snúast þó ekki síður um að skapa fyrirmyndir og góð hughrif. Hildur er alvöru fyrirmynd. Manneskja sem háði erfiða baráttu, hafði sigur og sækir nú til æðstu metorða! Valið í Reykjavík á laugardag er skýrt. Glæsilegan fulltrúa yngri kynslóðarinnar með hugrekki og drifkraft til staðar til þess að gera breytingar til hins betra! Eða áframhald á því sama. Reykvíkingar geta með atkvæði sínu á laugardaginn tekið þátt í því að skapa glæsilega fyrirmynd fyrir unga fólkið í borginni. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn og ryðjum brautina fyrir unga fólkið okkar. Fáum DÓTTUR í borgina! Höfundur er tvöfaldur heimsmeistari í crossfit.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar