Öll mörkin úr Bestu deildinni: Táningur skoraði beint úr horni, sigurvíti og rautt spjald í blálokin Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2022 08:32 Valsmenn fögnuðu flottum 4-0 sigri gegn ÍA í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var nóg um að vera í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Öll mörkin úr leikjunum fjórum sem og rauða spjaldið sem fór á loft í leik ÍBV og KR má sjá hér á Vísi. Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Breiðablik vann Stjörnuna 3-2 í frábærum leik á Kópavogsvelli. Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 en hinn 18 ára Guðmundur Baldvin Nökkvason minnkaði muninn með marki beint úr hornspyrnu. Emil Atlason jafnaði svo metin á 79. mínútu en enn var tími fyrir Viktor Örn Margeirsson til að stanga boltann í netið og tryggja toppliði Blika sinn fimmta sigur. Klippa: Breiðablik 3-2 Stjarnan KR vann sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV í Eyjum, 2-1. Ægir Jarl Jónasson skoraði strax á 3. mínútu en Kristinn Jónsson jafnaði óvart metin með sjálfsmarki um miðjan fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Kennie Chopart það sem reyndist sigurmarkið með góðu skoti við vítateigslínuna. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum fékk Atli Hrafn Andrason að líta beint rautt spjald fyrir að fara í slæma tæklingu gegn Kristni Jónssyni. Klippa: ÍBV 1-2 KR Valsmenn og KA-menn fylgja í humátt á eftir Breiðabliki og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliðinu. Valsmenn sýndu sínar bestu hliðar í seinni hálfleik gegn ÍA í gær, eftir að Patrick Pedersen hafði komið þeim yfir rétt fyrir hálfleik. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis gegn sínu uppeldisfélagi og Guðmundur Andri Tryggvason skoraði einnig laglegt mark. Klippa: Valur 4-0 ÍA Á Dalvík réðust úrslitin í uppbótartíma þegar Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði úr vítaspyrnu í 1-0 sigri KA gegn FH. Nökkvi náði sjálfur í vítaspyrnuna þegar Vuk Oskar Dimitrijevic sparkaði óvart í hann innan teigs. Klippa: KA 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan ÍBV KR Valur ÍA KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörku leik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 11. maí 2022 22:23
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú í eyjum Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. 11. maí 2022 20:00
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn