Lausnin á húsnæðisvanda borgarinnar Thelma Rán Gylfadóttir skrifar 11. maí 2022 22:15 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun