Lausnin á húsnæðisvanda borgarinnar Thelma Rán Gylfadóttir skrifar 11. maí 2022 22:15 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar