Ég náði að pakka – en hún náði því ekki Arna Grímsdóttir skrifar 12. maí 2022 08:16 Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun