Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2022 14:38 Drög að nýjum reglum til að uppræta barnaklám voru kynntar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag. Vísir/EPA Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika. Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi. Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Reglurnar eiga að koma í stað núgildandi reglna sem eru valkvæðar fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjórnin telur þær hafa dugað skammt til að vernda börn. Þannig bárust fleiri en milljón tilkynninga um misnotkun á börnum innan sambandsins árið 2020 og fjölgaði þeim um 64% í fyrra. Þá er um 60% af barnaníðsefni í heiminum hýst á evrópskum netþjónum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fyrirtækjunum yrði gert skylt að tilkynna um og fjarlægja þekktar og nýjar myndir og myndbönd og einnig nettælingu. Sérstök eftirlitsstofnun fær það verkefni að taka við tilkynningum fyrirtækjanna og vísa þeim til lögreglu eftir atvikum. Reglurnar ættu bæði við um nethýsingu og netþjónustu, þar á meðal samskiptaforrit. Samtökin Evrópsk stafræn réttindi segja að með þessu sé dulkóðuðum samskiptum ógnað og opnað verði á möguleikann á gerræðislegu eftirliti með fólki á netinu. Talsmenn fyrirtækjanna taka í sama streng. Fulltrúa Meta segir mikilvægt að reglurnar grafi ekki undan dulkóðuðum samskiptum sem vernda öryggi og einkalíf milljarða manna, þar á meðal barna. Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið þurfa að samþykkja tillögurnar áður en þær öðlast gildi.
Kynferðisofbeldi Tækni Meta Google Evrópusambandið Persónuvernd Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira