Náum jafnvægi á húsnæðismarkaði Sigurður Ingi Jóhannsson og Orri Hlöðversson skrifa 11. maí 2022 13:15 Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Orri Hlöðversson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í Kópavogi eru tæpleg 39 þúsund eða ríflega 10% landsmanna. Bærinn hefur síðustu áratugina vaxið ört, ekki síst í tíð Sigurðar heitins Geirdal, bæjarstjóra Framsóknar í Kópavogi til fjölda ára. Forysta Kópavogs hefur í gegnum tíðina verið kraftmikil og byggt upp öflugt bæjarfélag með fjölbreyttu húsnæði sem fólk, ekki síst ungt fólk, hefur kosið að gera að sínu heimili. Hlutverk Kópavogs í uppbyggingu hefur verið mikið og verður það áfram. Bregðast verður við strax Brýnasta verkefni samfélagsins nú og næstu misseri er að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er ljóst að skortur á nýjum lóðum og nýju húsnæði hefur ekki aðeins áhrif á ungt fólk og barnafjölskyldur sem eru að koma inn á markaðinn eða stækka við sig heldur einnig alvarleg áhrif á hækkun vísitölu og verðbólgu. Í kjölfarið kemur svo þrýstingur á vexti og laun. Hættan er því sú að til verði vítahringur sem verður öllu samfélaginu dýr. Nauðsynleg yfirsýn Ríkisstjórnin er að bregðast við því ójafnvægi sem hefur ríkt á húsnæðismarkaði. Húsnæðis- og skipulagsmál voru færð yfir í nýtt innviðaráðuneyti til að tryggja betri samhæfingu með sveitarfélögum og jafnvægi á húsnæðismarkaði. Nýtt innviðaráðuneytið gefur tækifæri til að skipuleggja húsnæðismálin upp á nýtt. Í fyrsta skipti hafa verið gerðar samræmdar húsnæðisáætlanir fyrir landið allt, byggt á raunþörf og þarfagreiningum sveitarfélagana, skipt niður á sveitarfélög og landshluta. Á næstu 10 árum þarf að byggja hvorki meira né minna en 35.000 íbúðir á landinu öllu. Þær munu þurfa að skiptast niður á landshluta þar sem tryggt er viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði. Sameiginleg sýn Til að stuðla að jafnvægi er mikilvægt að framboð húsnæðis sé í takt við þörf íbúa um allt land. Ein meginforsendan fyrir því að hægt sé að tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sveitarfélögin hafa það hlutverk að meta íbúðaþörf. Út frá því verður síðan að gera áætlanir til fjögurra ára, svokallaðar húsnæðisáætlanir, sem sýna fram á hvernig þörfinni fyrir húsnæði er mætt. Ein meginforsenda þess að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum og tryggja nauðsynlega uppbyggingu er að ríki og sveitarfélög sameinist um sýn og stefnu í húsnæðismálum til lengri tíma. Mikilvægar breytingar Nýtt innviðaráðuneyti skapar tækifæri til þess að láta skipulagsmál vinna í tak við húsnæðis- og samgöngumál. Það að hafa málefni sveitarfélaga, skipulags, húsnæðis, byggða og samgangna gefur einnig langþráð tækifæri til þess að samhæfa þessar áætlanir og einfalda og auka skilvirkni í afgreiðslu mála. Núna fara samskipti sveitarfélaga við ríkið í skipulags- og húsnæðismálum fram í gegnum mörg kerfi og stofnanir. Það er dýr og flókin stjórnsýsla. Með frekari samþættingu mun nást aukin yfirsýn, aukin hagkvæmni og markvissari áætlanagerð sem leiðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði. Öruggt húsnæði Næstu árin er mikilvægt að ríki og sveitarfélög taki höndum saman við að móta sameiginlega sýn og aðgerðir til þess að mæta þörfinni fyrir aukna uppbyggingu. Skipuleggja þarf lóðir fyrir fjölbreytt húsnæði sem tryggir öllum öruggt húsnæði. Það að hafa þak yfir höfuðið er eitt af grundvallaratriðunum í lífinu og má ekki verða svo fjárhagslega þungbært að fólk geti ekki notið lífsgæða. Félagsleg blöndun Með þeim breytingum sem orðið hafa með stofnun innviðaráðuneytis næst í fyrsta sinn nauðsynleg yfirsýn svo hægt verður að ná fram sameiginlegri sýn og stefnu ríkis og sveitarfélaga um það hversu mikið þarf að byggja, hvar og hvað þarf að byggja og stuðla þannig að jafnvægi á húsnæðismarkaði, þar með talið félagslegri blöndun. Því tengdu þá er mikilvægt að sveitarfélög hafi heimildir í lögum til að tryggja félagslega blöndun. Mikilvægar kosningar Ríki og sveitarfélög verða að taka sameiginlega ábyrgð á því að stuðla að stöðugleika í húsnæðismálum, gera ábyrgar áætlanir og fylgja þeim eftir. Þannig verður jafnvægi best tryggt. Það er mikilvægt að Kópavogur taki virkan þátt í því að bregðast við ójafnvæginu á húsnæðismarkaði. Sagan sýnir að krafturinn í bænum er mikill ef Framsókn er við stjórn. Þess vegna er mikilvægt að setja x við B í Kópavogi í kosningunum á laugardag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður FramsóknarOrri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar