Kom að ótrúlegum flótta liðskonu Pussy Riot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2022 09:14 Ragnar Kjartansson listamaður virðist hafa aðstoðað liðsmann Pussy Riot við að komast yfir til Litháens. John Parra/WireImage fyrir MOCA) Svo virðist sem að listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafi leikið lykilhlutverk í ótrúlegum flótta Maríu Alyokhinu, liðsmanni Pussy Riot, á flótta hennar frá Rússlandi á dögunum. Er hann sagður hafa sannfært ónefnt ríki í Evrópu um að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast yfir til Litháens frá Hvíta-Rússlandi. Fjallað er um ótrúlegan flótta Alyokhinu á vef New York Times, þar sem varpað er ljósi á þátt Ragnars í flóttanum. Alyokhina og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot hafa á undanförnum árum verið gagnrýnin á yfirvöld í Rússlandi. Hún var, ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar, dæmd í tveggja ára fangelsi árið 2012 fyrir skrílslæti fyrir utan kirkju í Moskvu. Meðlimir Pussy Riot á blaðamannafundi árið 2014. María Alyokhina er hér fyrir miðju.Ryan Pierse/Getty Images) Alyokhina og aðrir meðlimir Pussy Riot hafa staðið fyrir mótmælum undanfarin ár. Frá því sumar hefur Alyohkina verið dæmd sex sinnum í fimmtán daga fangelsi. Í apríl fékk hún hins vegar þau skilaboð að breyta ætti fimmtán daga fangelsi hennar í þriggja vikna dvöl í refsinýlendu. Í frétt Times kemur fram að þá hafi hún ákveðið að tími væri kominn til að yfirgefa Rússland. Flótti hennar virðist hafa verið reifarakenndur. Dulbjó sig sem matarsendil Dulbjó hún sig sem matarsendil til þess að komast framhjá lögreglumönnum sem voru að fylgjast með heimili vinkonu hennar, þar sem hún dvaldist. Vinur hennar keyrði hana til Hvíta-Rússlands. Tók það Alyokhinu um eina viku að komast til Litháens. Maria Alyokhina, hér fyrir miðju neðarlega á myndinni, var handtekin árið 2014 vegna mótmæla í Moskvu.Sefa Karacan/Anadolu Agency/Getty Images) Það gekk hins vegar brösuglega að komast yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Litháen. Hún var vopnuð litháenskri vegabréfsáritun sem hún ætlaði að nota með rússneskum skilríkjum sínum til að komast yfir landamærin, þar sem rússnesk yfirvöld höfðu gert vegabréf hennar upptækt. Í frétt Times segir einnig að hún hafi verið sett á lista rússneskra yfirvalda yfir eftirlýsta einstaklinga. Útvegaði henni lykilskjal Alls reyndi hún þrisvar að komast yfir landamærin til Litháen. Í fyrstu tilraun var hún stöðvuð af landamæravörðum og haldið í sex tíma áður en henni var sleppt. Í annarri tilraun var henni einfaldlega vísað frá landamærunum. Þriðja tilraunin gekk hins vegar öllu betur, og virðist listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafa leikið lykilhlutverk þar. Er hann sagður hafa útvegað henni ferðaskjal (e. travel document) sem gaf henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríki. Þetta á hann að hafa gert með því að sannfæra embættismenn í ónefndu Evrópuríki um að gefa út þetta tiltekna ferðaskjal. Ragnar Kjartansson, listamaður.Bernd Weissbrod/picture alliance via Getty Images) Í frétt Times kemur fram að embættismenn ríkisins hafi óskað eftir því að nafn ríkisins kæmi ekki fram í umfjölluninni, og er það hvergi nefnt á nafn í frétt Times. Komst til Litháens í þriðju tilraun þökk sé skjalinu Skjalinu var smyglað inn í Hvíta-Rússland í hendur Alyokhinu. Segist hún hafa forðast það að bóka sig inn á hótel þar sem hún þyrfti að framvísa skilríkjum, svo enginn myndi bera kennsl á hana. Að lokum fór hún upp í rútu á leið til Litháens, með nýju skjölin í höndunum. Komst hún alla leið til Litháens og í frétt Times nefnir hún að landamæraverðirnir hafi komið mun betur fram við sig í þriðja skiptið þar sem þeir hafi talið að hún væri evrópsk, frekar en rússnesk. „Miklir töfrar áttu sér stað í síðustu viku,“ segir hún í frétt Times. „Þetta hljómar eins og njósnaskáldsöga.“ Fram kom í frétt RÚV á dögunum að meðlimir Pussy Riot væru staddir hér á landi til þess að undirbía tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Þar kom fram að Ragnar væri hópnum innan handar hér á landi. Í frétt New York Times má sjá myndir af Alyokhinu hér á landi, meðal annars á vinnustofu Ragnars. Frétt New York Times má lesa hér. Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjallað er um ótrúlegan flótta Alyokhinu á vef New York Times, þar sem varpað er ljósi á þátt Ragnars í flóttanum. Alyokhina og aðrir meðlimir hljómsveitarinnar Pussy Riot hafa á undanförnum árum verið gagnrýnin á yfirvöld í Rússlandi. Hún var, ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar, dæmd í tveggja ára fangelsi árið 2012 fyrir skrílslæti fyrir utan kirkju í Moskvu. Meðlimir Pussy Riot á blaðamannafundi árið 2014. María Alyokhina er hér fyrir miðju.Ryan Pierse/Getty Images) Alyokhina og aðrir meðlimir Pussy Riot hafa staðið fyrir mótmælum undanfarin ár. Frá því sumar hefur Alyohkina verið dæmd sex sinnum í fimmtán daga fangelsi. Í apríl fékk hún hins vegar þau skilaboð að breyta ætti fimmtán daga fangelsi hennar í þriggja vikna dvöl í refsinýlendu. Í frétt Times kemur fram að þá hafi hún ákveðið að tími væri kominn til að yfirgefa Rússland. Flótti hennar virðist hafa verið reifarakenndur. Dulbjó sig sem matarsendil Dulbjó hún sig sem matarsendil til þess að komast framhjá lögreglumönnum sem voru að fylgjast með heimili vinkonu hennar, þar sem hún dvaldist. Vinur hennar keyrði hana til Hvíta-Rússlands. Tók það Alyokhinu um eina viku að komast til Litháens. Maria Alyokhina, hér fyrir miðju neðarlega á myndinni, var handtekin árið 2014 vegna mótmæla í Moskvu.Sefa Karacan/Anadolu Agency/Getty Images) Það gekk hins vegar brösuglega að komast yfir landamæri Hvíta-Rússlands til Litháen. Hún var vopnuð litháenskri vegabréfsáritun sem hún ætlaði að nota með rússneskum skilríkjum sínum til að komast yfir landamærin, þar sem rússnesk yfirvöld höfðu gert vegabréf hennar upptækt. Í frétt Times segir einnig að hún hafi verið sett á lista rússneskra yfirvalda yfir eftirlýsta einstaklinga. Útvegaði henni lykilskjal Alls reyndi hún þrisvar að komast yfir landamærin til Litháen. Í fyrstu tilraun var hún stöðvuð af landamæravörðum og haldið í sex tíma áður en henni var sleppt. Í annarri tilraun var henni einfaldlega vísað frá landamærunum. Þriðja tilraunin gekk hins vegar öllu betur, og virðist listamaðurinn Ragnar Kjartansson hafa leikið lykilhlutverk þar. Er hann sagður hafa útvegað henni ferðaskjal (e. travel document) sem gaf henni sömu stöðu og borgurum í Evrópusambandsríki. Þetta á hann að hafa gert með því að sannfæra embættismenn í ónefndu Evrópuríki um að gefa út þetta tiltekna ferðaskjal. Ragnar Kjartansson, listamaður.Bernd Weissbrod/picture alliance via Getty Images) Í frétt Times kemur fram að embættismenn ríkisins hafi óskað eftir því að nafn ríkisins kæmi ekki fram í umfjölluninni, og er það hvergi nefnt á nafn í frétt Times. Komst til Litháens í þriðju tilraun þökk sé skjalinu Skjalinu var smyglað inn í Hvíta-Rússland í hendur Alyokhinu. Segist hún hafa forðast það að bóka sig inn á hótel þar sem hún þyrfti að framvísa skilríkjum, svo enginn myndi bera kennsl á hana. Að lokum fór hún upp í rútu á leið til Litháens, með nýju skjölin í höndunum. Komst hún alla leið til Litháens og í frétt Times nefnir hún að landamæraverðirnir hafi komið mun betur fram við sig í þriðja skiptið þar sem þeir hafi talið að hún væri evrópsk, frekar en rússnesk. „Miklir töfrar áttu sér stað í síðustu viku,“ segir hún í frétt Times. „Þetta hljómar eins og njósnaskáldsöga.“ Fram kom í frétt RÚV á dögunum að meðlimir Pussy Riot væru staddir hér á landi til þess að undirbía tónleikaferðalag sitt um Evrópu. Þar kom fram að Ragnar væri hópnum innan handar hér á landi. Í frétt New York Times má sjá myndir af Alyokhinu hér á landi, meðal annars á vinnustofu Ragnars. Frétt New York Times má lesa hér.
Andóf Pussy Riot Rússland Menning Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira