Hvað ræður þínu atkvæði? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 11. maí 2022 09:00 Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Kosningapróf fjölmiðla fyrir sveitarstjórnarkosningarnar afhjúpa það sem margt fatlað fólk hefur lengi vitað: að lítill áhugi er fyrir mannréttindum fatlaðs fólks meðal kjósenda, hins opinbera og fjölmiðla. Í könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið voru kjósendur spurðir að því hve mikilvæga þeir teldu ákveðna málaflokka. Engin spurning var um málaflokk fatlaðs fólks. Sama er uppi á teningnum í kosningaprófum Ríkisútvarpsins og Stundarinnar, þar sem engin spurning varðar fatlað fólk. Sveitarfélög sinna umfangsmikilli þjónustu við fatlað fólk og ber lögboðin skylda til þess að standa við bæði íslensk lög og skuldbindingar vegna fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þrátt fyrir það fær málaflokkurinn litla athygli í opinberri umræðu, nema helst sé til þess að ræða hve sligandi málaflokkurinn er fyrir sveitarfélög. Alltaf virðast þó vera fjármunir til að lofa gjaldfrjálsum leikskólum og nýjum íþróttahöllum, sem vissulega má færa rök fyrir að séu mikilvæg mál, en þau eru ekki lögboðin skylda. Fatlað fólk á betra skilið en að fá aðeins pláss í umræðunni þegar ræða á krónur og aura, en að umræðan komist aldrei á það plan að ræða framtíðarsýn, betri þjónustu og hvernig eigi að innleiða þau ákvæði sem samningur SÞ telur á um. Andleysið í málaflokknum er algjört og fatlað fólk málað upp sem byrði, eins og það að veita framúrskarandi þjónustu til fatlaðs fólks sé eins og að taka tappann úr baðkari sjóða sveitarfélaga. Fjölmiðlar hafa skyldum að gegna gagnvart fötluðu fólki samkvæmt samningi SÞ, og er RÚV þar með sérstaka skyldu sem ríkisfjölmiðill. Þessari skyldu hefur verið mætt að litlu leyti. Fatlað fólk á betra skilið! Landssamtökin Þroskahjálp skora á kjósendur að láta mannréttindi eins berskjaldaðasta hóps samfélagsins ráða atkvæði sínu. Inga Björk er verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson er framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar