Tekist á um forystuna í Hafnarfirði í kappræðum á Vísi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2022 09:27 Oddvitarnir átta ásamt þáttastjórnanda. vísir/vilhelm Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu eftir fjóra daga og ákveða hverjir skuli fara með stjórn bæjarins á næstu fjórum árum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita framboða í bænum í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur myndað meirihluta undanfarin tvö kjörtímabil, fyrst með Bjartri framtíð eftir kosningarnar 2014 og síðan með Framsóknarflokknum eftir kosningar 2018. Nú bjóða átta flokkar og framboð fram í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu bæjarstjórans Rósu Guðbjartsdóttur fékk fimm af ellefu bæjarfulltrúum síðast og Framsóknarflokkurinn fékk einn með Ágúst Bjarna Garðarsson í oddvitasætinu en hann hvarf til þinstarfa síðast liðið haust. Valdimar Víðisson skólastjóri leiðir því Framsóknarflokkinn að þessu sinni. Guðmundur Árni Stefánsson fyrrverandi bæjarstjóri Alþýðuflokksins, alþingismaður, ráðherra og síðast sendiherra snýr aftur á svið stjórnmálanna í heimabænum og leiðir lista Samfylkingarinnar sem fékk tvo fulltrúa kjörna í kosningunum 2018. Flokkurinn má muna fífil sinn fegurri en hann fékk sjö fulltrúa í kosningunum 2006, fimm í kosningunum 2010 og þrjá í kosningunum 2014. Jón Ingi Hákonarson er oddviti Viðreisnar sem fékk einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í kosningunum 2018. Sigurður Þ. Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins öðru sinni en hann náði einn kjöri fyrir flokkinn síðast, Nafni hans Sigurður Pétur Sigmundsson er oddviti Bæjarlistans sem sömuleiðis fékk einn fulltrúa í kosningunum 2018. Oddvitar þeirra átta flokka og framboða sem bjóða fram í Hafnarfirði. Efri röð frá vinstri: Valdimar Víðisson, Jón Ingi Hákonarson, Rósa Guðbjartsdóttir og Sigurður Pétur Sigmundsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Þ. Ragnarsson, Haraldur Rafn Ingvason, Guðmundur Árni Stefánsson og Davíð Arnar Stefánsson.Vísir/Hjalti Haraldur Rafn Ingvason er í oddvitasæti Pírata og Davíð Arnar Stefánsson leiðir lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Hvorugur þessara flokka náði inn mann í bæjarstjórn í síðustu kosningum. Sótt að yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins Átakalínur eru eins og oft áður mjög skýrar í Hafnarfirði. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt góðu fylgi að fagna í undanförnum þrennum kosningum og nokkuð víst að Samfylkingin rær öllum árum að því að endurheimta forystuhlutverk jafnaðarmanna í bænum. Bæjarbúum fækkaði um tæplega 300 árið 2020 sem er einstakt hjá stóru sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Tekist er m.a. á um leikskólamál, samgöngur og uppbyggingu íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt í Hafnarfirði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund kjósendur, eða 20.726 íbúar á kjörskrá ákveða á laugardag hvaða framboð skuli leiða þau mál til lykta. Kappræðurnar hefjast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira