Hver hlustar á unga fólkið? Geir Finnsson, Erlingur Sigvaldason, Emilía Björt Írisardóttir og Anna Kristín Jensdóttir skrifa 10. maí 2022 07:01 Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Geir Finnsson Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Sjá meira
Flokkar sem treysta ungu fólki tala til ungs fólks. Kosningaþátttaka ungs fólks er minni en hjá þeim sem eldri eru því fólk mætir ekki og kýs ef það telur engan flokk gæta hagsmuna sinna. Flokkar sem hlusta ekki á raddir ungs fólks geta því ekki búist við því að unga fólkið hlusti á þá. Stofnun Viðreisnar markaði þáttaskil. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar var stofnuð á undan flokknum sjálfum og unga fólkið hefur spilað stórt hlutverk í stefnumótun flokksins frá upphafi. Þetta á við í borgarstjórnarframboðinu eins og öðru starfi flokksins. Yngstu kjósendurnir eru jákvæðastir í garð Borgarlínu, vilja helst að flugvöllurinn verði færður úr Vatnsmýrinni og leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftslagsmál en aðrir hópar. Fyrir þetta stendur Viðreisn. Viðreisn veit líka að lausnin á húsnæðisvanda ungs fólks felst í því að byggja fleiri og ódýrari íbúðir. Þess vegna hefur aldrei verið byggt jafn mikið í Reykjavík og á liðnu kjörtímabili. Allir flokkar eru með fólk undir þrítugu á lista en ekki allir treysta því til að sitja í toppsætum. Þar er Viðreisn í sérflokki líkt og sést á meðfylgjandi mynd. Framboðslisti Viðreisnar er af sömu ástæðu með lægri meðalaldur frambjóðenda en nokkur annar flokkur eða 40,2 ár. Þétt byggð og góðar almenningssamgöngur eru framtíðin. Valfrelsi í skólamálum er framtíðin. Unga fólkið er framtíðin. Framtíðin felst ekki í því að tefja framkvæmdir fyrir Borgarlínu eða setja uppbyggingu í Skerjafirði og þar með yfir 100 stúdentaíbúðir, í átakafarveg. Það er sama gamaldags pólitíkin og hefur fælt ungt fólk frá þátttöku í stjórnmálum áratugum saman. Undir því sitjum við ekki þegjandi. Undirrituð eru ungir frambjóðendur á topp 10 lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022. Við trúum því að stjórnmálaflokkar eigi að hlusta á raddir ungs fólks og veita þeim vægi. Þess vegna erum við í Viðreisn. Höfundar skipa 4., 6., 7., og 9. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar