Saman eru okkur allir vegir færir Anton Kári Halldórsson skrifar 10. maí 2022 07:30 D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun